Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

11. fundur 27. janúar 2020 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og stýrihópurinn stóð fyrir í febrúar-mars 2019. Um er að ræða 6 sunnudagskvöld í febrúar og mars í eina og hálfa klukkustund í senn. Fyrsta kvöldið verður 9. febrúar. Kvöldin verða þematengd þannig að auðvelt er að taka þátt í stökum kvöldum. Dansnámskeiðið er endurgjaldslaust og verður auglýst í auglýsingamiðlum og á heimasíðu Fjallabyggðar.
Kennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir líkt og í fyrra.

Þá var ákveðið að athuga með möguleika á að bjóða upp á tilsögn í líkamsræktarsal fyrir eldri borgara.

Þá var ákveðið að skoða hvort möguleiki er á að fá fyrirlesara um jákvæða sálfræði eða sambærilegt efni til að bjóða íbúum upp á.

Fundi slitið - kl. 16:00.