Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

10. fundur 18. desember 2019 kl. 15:00 - 15:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Heilsueflandi Fjallabyggð hélt nuddboltanámskeið í desember bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði og var námskeiðið ágætlega sótt. Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið.
Stýrihópurinn hefur áhuga á að bjóða upp á dansnámskeið aftur á nýju ári.
Þá hefur stýrihópurinn hug á að bjóða upp á fría kynningartíma með leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins í upphafi næsta árs eins og áður hefur verið gert.

2.Hvatningarorð og auglýsingar

Málsnúmer 1811052Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags áformar að senda íbúum, fyrirtækjum og stofnunum í Fjallabyggð nýárskveðju með hvatningarorðum um heilsueflingu á nýju ári. Þá vill stýrihópurinn vekja athygli á bæklingi sem finna má á vef Embættis landlæknis og hefur að geyma ráðleggingar fyrir vinnustaði um heilsueflingu starfsfólks.
Stýrihópurinn hvetur stofnanir Fjallabyggðar til að sýna gott fordæmi og huga að heilsueflingu sinna starfsmanna.

Fundi slitið - kl. 15:40.