Stjórn Hornbrekku

36. fundur 09. maí 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, A lista
  • Guðjón M. Ólafsson aðalmaður, A lista
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Rekstur Hornbrekku 2023

Málsnúmer 2305021Vakta málsnúmer

Bókfærð staða Hornbrekku dags. 30.04.2023. Ath. enn er eftir að færa til bóka daggjaldatekjur SÍ fyrir mars og aprílmánuð.
Lagt fram til kynningar
Lögð fram til kynningar bókfærð rekstrastaða og launayfirlit Hornbrekku, dags. 30. apríl 2023.

2.Starfsemi Hornbrekku 2023

Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar. Undir þessum lið veður einnig farið yfir væntnlega stjórnsýslubreytingar á stjórn Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar, starfsmannamál og innra starf. Búið er að ráða í sumarafleysingar. Innleiðingaferli Eden er hafið. Að innleiðingarferli loknu mun Hornbrekka sækja um skráningu og vottun sem Eden heimili.
Öll pláss full nýtt og biðlisti eftir fastri dvöl.

Undir þessum lið fundargerðar gerði Bragi Freyr Kristbjörnsson, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar grein fyrir undirbúningsvinnu varðandi endurskoðun og uppfærslu á Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar nr. 138/2018 með síðari breytingum. Stefnt er að því að skilgreina hlutverk og stöðu stjórnar Hornbrekku í samþykktunum, og jafnframt hvers konar erindisbréf verður lagt til grundvallar. Stjórnin samþykkir að fela formanni stjórnar Hornbrekku, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar og deildarstjóra félagsmáladeildar að vinna að tillögu um málið.

3.Hátindur 60

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Deildarstjóri og hjúkrunaforstjóri fara yfir stöðu verkefnisins.
Umræður um stöðu Hátindsverkefnisins. Eins og áður hefur komið fram er Hátindur 60 nýsköpunar og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa Fjallabyggðar, 60 ára og eldri. Helstu markmið eru samþætting félags- og heilbrigðisþjónustu, innleiðing og þróun á tækni í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, heilsuefling og geðrækt. Í umræðunum var m.a. rætt um samning Fjallabyggðar við Sjúkratryggingar Íslands um sveigjanlega dagdvöl og dagþjálfun, sem tók gildi 1. október 2022. Góð reynsla er að samningnum og er áhugi á að leita eftir samstarfi við Sjúkratryggingar um enn frekari útvíkkun á samningnum.

Fundi slitið - kl. 13:00.