Stjórn Hornbrekku

23. fundur 04. desember 2020 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir formaður I lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Greining á rekstri hjúkrunarheimila

Málsnúmer 2011056Vakta málsnúmer

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Skipun hópsins er í samræmi við samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá í desember 2019. Í hópnum sitja fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins.
Deildarstjóri og hjúkrunarforstjóri lögðu fram umbeðin gögn um starfsemi og fjárhagsupplýsingar Hornbrekku fyrir árin 2017-2020.

2.Starfsemi Hornbrekku 2020

Málsnúmer 2001116Vakta málsnúmer

Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram vegna undirbúnings að styttingu vinnuvikunnar. Búið er að ganga frá skipulagi hjá dagvinnufólki og tekur það gildi 1. janúar 2021. Stytting vinnuviku hjá vaktavinnufólki tekur gildi 1. maí 2021.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.
Dagskrá Hornbrekku, fyrir aðventuna liggur fyrir í stórum dráttum, en getur tekið breytingum þegar nær dregur jólum.
Heimsóknartakmarkanir eru enn í gildi, einn aðstandandi hefur kost á á koma annan hvern dag. Ættingjar sem búa í nærsveitarfélögum hafa kost á að koma í heimsókn.
Hornbrekka hefur skilað lista til Landlæknis um fjölda starfsmanna vegna bólusetningar fyrir COVID.

Fundi slitið - kl. 13:00.