Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

275. fundur 06. október 2021 kl. 16:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann V deildarstjóri tæknideildar

1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 7. september þar sem Fríða Björk Gylfadóttir sækir um leyfi fyrir klæðningu og endurnýjun timburkanta að Túngötu 40a.
Erindi samþykkt.

2.Bílskýli - óskað eftir leyfi.

Málsnúmer 2108041Vakta málsnúmer

Lagðir fram uppfærðir uppdrættir af bílskýli við Hvanneyrarbraut 69.
Nefndin samþykkir byggingarleyfi fyrir bílskýlinu.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 30. september þar sem Ívar J Arndal sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús að Eyrarflöt 20.
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 1. október þar sem Björn Zófónías Ásgrímsson sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús að Eyrarflöt 18.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 4. október þar sem Siglóverk ehf sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús að Eyrarflöt 14 og 16.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um lóð - Ráeyrarvegur 4

Málsnúmer 2106057Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um frest til að hefja byggingu á úthlutaðri lóð að Ráeyrarveg 4, Siglufirði.
Nefndin samþykkir að lengja frest til þess að hefja framkvæmdir um eitt ár.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2109036Vakta málsnúmer

Katrín Dröfn Haraldsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hólaveg 77, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2109039Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Magnússon f.h. Raftækjavinnustofunar sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hafnargötu 1, Ólafsfirði. Jafnframt er óskað eftir þvi að lóðamörk verði afmörkuð við aðliggjandi lóðir.
Erindi samþykkt.

9.Umhverfismál, ásýnd og merkingar

Málsnúmer 2109013Vakta málsnúmer

Lagðar fram ábendingar Jóns Valgeirs Baldurssonar, dagsett 19. ágúst, um frágang og fegrun í Ólafsfirði.
Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar.

10.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102007Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar vegna umferðaröryggis við leikskóla Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir báðar tillögur og leggur til við bæjarstjórn að verkefnin verði sett á fjárhagsáætlun 2022.

11.Endurskoðun umferðaröryggisáætlunar

Málsnúmer 2109054Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á 710. fundi sínum þann 23.09.2021 tillögu Tómasar Atla Einarssonar og fól deildarstjóra tæknideildar, ásamt skipulags- og umhverfisnefnd að endurskoða áætlunina og leggja drög að endurskoðaðri áætlun fyrir bæjarráð.
Nefndin mun taka umferðaröryggisáætlunina til endurskoðunar.

12.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 2109078Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds dagsett 27. september þar sem Svava Jónsdóttir sækir um leyfi til búfjárhalds fyrir 15 fjár að Brekkulandi, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

13.Göngu og hjólastígur í kringum Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Helga Jóhannssonar dagsett 28. september er varðar stíg í kringum Ólafsfjarðarvatn.
Nefndin felur tæknideild að gera tillögu að legu stígsins í kringum vatnið og ræða við hlutaðeigandi landeigendur.

14.Ósk um breytingar á framkvæmdum við Skarðsveg

Málsnúmer 2009038Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna framkvæmda á Skarðsvegi í Skarðsdal.
Nefndin samþykkir framlagða umsögn frá tæknideild.

15.Hávegur 37 - endurbætur á lóð og húsi

Málsnúmer 2010013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar breytingar á lóð og breytingar á húsi að Hávegi 37, Siglufirði.

Fundi slitið.