Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

204. fundur 10. ágúst 2016 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi

1.Lokun námu Vegagerðarinnar á Lágheiði

Málsnúmer 1608012Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir leyfi frá Fjallabyggð til að ganga frá og loka námu nr. 19900 á Lágheiði.

Erindi samþykkt.

2.Lóðarleigusamningur Suðurgata 28

Málsnúmer 1607054Vakta málsnúmer

Nýr lóðarleigusamningur fyrir Suðurgötu 28,Siglufirði.

Erindi samþykkt.

3.Lóðarleigusamningur Vesturtangi 7-11

Málsnúmer 1607053Vakta málsnúmer

Lóðarleigusamningur fyrir Vesturtanga 7-11.

Erindi samþykkt.

4.Norðurgata 5, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1607045Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að fjarlægja áfastan einlyftan geymsluskúr við suðurgafl hússins og að klæða hann með bárujárnsklæðningu. Einnig er sótt um að bæta við tveimur gluggum á efri hæð auk hurðar og glugga á jarðhæð suðurhliðar samkvæmt teikningum dagsettum 29.júlí 2016.

Erindi samþykkt.

5.Suðurgata 28 - Frágangur á bakka

Málsnúmer 1608014Vakta málsnúmer

Fyrirspurn fulltrúa eiganda að Suðurgötu 28, Propx sf. til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi bókun bæjarráðs frá 24.mars 2015 er varðar stoðvegg við lóðarmörk.

Nefndin óskar eftir umsögn tæknideildar vegna málsins.

6.Umsókn um leyfi fyrir sólpalli og garðhýsi að Hólavegi 59, Siglufirði.

Málsnúmer 1608010Vakta málsnúmer

Steinn Elmar Árnason óskar eftir leyfi til að byggja sólpall og garðhýsi að Hólavegi 59, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

7.Rekstraryfirlit júní 2016

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.