Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

116. fundur 23. júní 2011 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Halldór Guðmundsson varamaður
  • Helgi Jóhannsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Aðkoma og aðgengi að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún.

Málsnúmer 1106099Vakta málsnúmer

Í apríl 2010 sendu húseigendur húseigna við Hlíðarveg 1c,3c,7c og Hátúns erindi til nefndarinnar þar sem óskað var að aðkoma að umræddum húseignum yrði bætt.

Erindi hefur borist frá Friðbirni Björnssyni og Kristínu Guðbrandsdóttur fyrir hönd húseigenda húseigna við Hlíðarveg 1c,3c,7c og Hátúns þar sem farið er fram á að þau verði upplýst um hvenær þau mega eiga vona á að framkvæmdir hefjist og jafnframt er farið fram á að fá upplýsingar um hönnun og útfærslu á aðkomu og aðgengi að húsum þeirra.

Nefndin harmar þær tafir sem orðið hafa á málinu og ítrekar fyrri bókun nefndarinnar þar sem óskað er eftir því við tæknifræðing að fá frekari útfærslu, þar sem skoðuð er tenging við Hóla- og Hlíðaveg.

2.Breyting á skráningu

Málsnúmer 1106062Vakta málsnúmer

Hallgrímur Páll Sigurbjörnsson fyrir hönd eigenda Suðurgötu 6 óskar eftir að skráningu á tveimur efstu hæðum eignarinnar verði breytt úr félagsheimili í íbúðarhúsnæði.

Nefndin samþykkir erindið en óskað er eftir grunnmynd og skráningartöflu.

3.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011

Málsnúmer 1106069Vakta málsnúmer

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sendir inn erindi þar sem sveitarfélög eru hvött til að nýta dag Íslenskrar náttúru til að vekja athygli almennings á gögnum og gæðum íslenskrar náttúru og hvetji fólk til að njóta hennar.

Nefndin þakkar innsent erindi og leggur til að skipuð verði vinnuhópur til að skipuleggja dagskrá.

4.Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir flæðar í Ólafsfirði var auglýst frá 26. apríl til 7. júní sl. skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gengur út að skipuleggja hverfið að fullu og stuðla þannig að því að hverfið fullbyggist.  Skipulögð er ný gata Bakkabyggð og lóðir við hana syðst á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir nýjum lóðum við Mararbyggð og einni nýrri lóð við Ægisbyggð auk útivistarsvæðis.
 
Á auglýsingar tíma barst ein athugsemd frá Kristni Kr. Ragnarsyni f.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar.
 
"Veiðifélag Ólafsfjarðar gerir eftirfarandi ábendingar og athugsemdir við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðar - íbúðasvæði. Framkvæmdir á svæði þessu eru innan 100 metra frá bakka samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði sem fjallar um framkvæmdir við ár og vötn, þar segir;  " Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Fiskistofu....... Með umsókn framkvæmdaraðila eða landeiganda til Fiskistofu um leyfi til framkvæmda við ár og vötn skulu fylgja álit viðkomandi veiðifélags þegar það á við og umsögn sérfræðings á sviði veiðimála um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki veiðivatns.  Leyfi skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd.
Jafnframt viljum við benda á að ekki var óskað eftir áliti Veiðifélagsins í sambandi við uppfyllingu þá sem umrætt deiliskipulag nær til, samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði.  Teljum við miður að sveitafélagið hafi ekki óskað umsagnar veiðifélagsins.
Í greinargerð með deiliskipulagi er talað um eina nýja lóð við Ægisbyggð sem ekki kemur fram á teikningu og því erfitt að átta sig á hvar hún er staðsett.
Eins og fram kemur í áðurnefndri greinagerð er Ólafsfjarðarvatn á náttúrminjaskrá sem mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði.  Við viljum því árétta að fara þarf mjög varlega í allar framkvæmdir sem áhrif geta haft á vatnið.
 
Nefndin þakkar innsenda athugasemd og frestar erindi til næsta fundar vegna gagnaöflunar.

5.Fráveitur sveitarfélaga

Málsnúmer 1106070Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson fyrir hönd Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra óskar eftir að sveitarfélagið taki saman gögn um stöðu og áform í fráveitumálum  í sveitarfélaginu fyrir 10. september nk.

Nefndin felur tæknideild að taka saman stöðumat á fráveitumálum í Fjallabyggð og svara erindinu.

6.Lóð fyrir ofan Laugarveg 28 Siglufirði

Málsnúmer 1106029Vakta málsnúmer

Katrín Dröfn Haraldsdóttir Laugarvegi 28, Siglufirði óskar eftir að sveitarfélagið setji fullnægjandi drenlögn ofan við lóðina, sem er í eigu sveitarfélagsins.  Í lóðinni fyrir ofan Laugarveg 28 er uppspretta og mikill vatnsagi sem rennur inn á lóðina við, auk þess sem snjó af Suðurgötu er mokað á lóðina þannig að á vorin er ástandið mjög slæmt.

Deildastjóra tæknideildar er falið að meta aðstæður og koma með tillögu að úrbótum.

 

7.Lóðaleigusamningur

Málsnúmer 1106095Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á stærð lóðar við Háveg 15, Siglufirði.

Erindið samþykkt.

8.Lóðaleigusamningur

Málsnúmer 1106096Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á stærð lóðar við Hverfisgötu 18, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

9.Reglugerð um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1106044Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um meðfylgjandi vinnudrög um reglugerð um framkvæmdaleyfi og að þau berist eigi síðar en 15. ágúst nk.

Nefndinni falið að lesa drögin og koma með athugsemdir fyrir 1. ágúst.

10.Umsókn um bráðabirgða framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1106086Vakta málsnúmer

Ólafur Kárason og Ingvar Kr. Hreinsson fyrir hönd Golfklúbbs Siglufjarðar sækja um framkvæmdaleyfi til bráðabirgða fyrir hönd óstofnaðs félags um uppbyggingu nýs golfvallar í Hólsdal.  Framkvæmdaleyfið verði einskorðað við malarnámu og afmarkað af tæknifræðingi Fjallabyggðar.  Framkvæmdaaðilar leggja mikla áherslu á að geta byrjað vinnu við völlinn sem fyrst svo ekki komi til tafa á opnun, en áætlanir gera ráð fyrir að völlurinn verði opnaður árið 2014.

Nefndin getur ekki orðið við beiðninni þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.  

11.Umsókn um lóð

Málsnúmer 1106100Vakta málsnúmer

Hannes Rútsson og Jóhanna Kristjánsdóttir eigendur neðri hæðar Norðurgötu 14, Siglufirði óska eftir að fá úthlutað lóð sem stendur milli lóðanna Norðurgötu 14 og Vetrarbrautar 17 og 17b við Austurgötu.  Umrædd lóð hefur verið í umsjá umsækjenda síðastliðin 22 ár sem hafa grætt hana upp með grasi og trjám.

Erindi samþykkt.

12.Upplýsingaskilti

Málsnúmer 1106098Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Síldarminjasafn Íslands óskar eftir leyfi  til að koma fyrir upplýsingaskilti á safnlóð eins og sýnt er á meðfylgjandi korti.  Ætlunin er að sameina tvö skilti á eina grind og staðsetja sunnan Gránu.

Erindi samþykkt.

13.Vinnusvæðamerkingar í þéttbýli

Málsnúmer 1106097Vakta málsnúmer

Leonard Birgisson fyrir hönd Vegagerðarinnar sendir inn erindi þar sem athygli er vakin á útgáfu reglugerðar nr. 492/2009 um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg sem tók gildi 15. maí 2009.

Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1106066Vakta málsnúmer

Jón Sigurðsson Hrannarbyggð 16, Ólafsfirði sækir um endurnýjun leyfis frá 3. september 1986 til að byggja við húseign sína skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindi samþykkt.

15.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1106101Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram teikningar af húseign sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Hólavegi 83, Siglufirði.  Óskað er eftir byggingarleyfi.

Erindið samþykkt.

16.Umsókn um fjárhúsabyggingu, þar sem skipulögð er hesthúsabyggð

Málsnúmer 1106076Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur vísað erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar og Haraldar Björnssonar um umsókn vegna fjárhúsabyggingu á reit 2 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi um hesthúsabyggð og fjárhúsabyggð á Siglufirði fyrir neðan reiðskemmu, þar sem reitir sunnan við núverandi hesthúsabyggð eru mjög kostnaðarsamir byggingarlega séð. 

Óskar bæjarráð að nefndin taki erindið til umfjöllunar með tilliti til staðsetningar austast á reit í núgildandi deiliskipulagi um hesthúsa og fjárhúsabyggð.

Nefndin samþykkir tillögu bæjarráðs og felur tæknideild að gera viðeigandi breytingar á deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 16:30.