Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

320. fundur 19. mars 2025 kl. 16:00 - 16:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Blængsson Verkefnastjóri

1.Hafnargata 16 - umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 2503002Vakta málsnúmer

Umsókn frá húseiganda Hafnargötu 16 um breytta notkun húsnæðis.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.Bakkabyggð 6 - lóð

Málsnúmer 2408024Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Bakkabyggð 6 hafa með tölvupósti dags. 12.mars 2025, óskað eftir að skila inn til Fjallabyggðar lóðinni við Bakkabyggð 6.
Samþykkt
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

3.Matjurta- grænmetisgarður í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502033Vakta málsnúmer

Erindi frá íbúa þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð útbúi matjurtagarða sem íbúar geti leigt yfir sumartímann.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Tæknideild er falið að vinna málið áfram og skila tillögum að útfærslum fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.LOFTUM - loftslags- og umhverfisfræðsla

Málsnúmer 2310057Vakta málsnúmer

Erindi frá verkefnastjórum LOFTUM þar sem óskað er eftir að fá að koma á fund skipulags- og umhverfisnefndar til að kynna verkefnið og rafrænan skóla LOFTUM.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að taka málið áfram og óska eftir kynningu fyrir starfsfólk tæknideildar.

5.Rarik

Málsnúmer 1902052Vakta málsnúmer

Í langan tíma hefur ekki verið unnið að lágspennubreytingum í heimahúsum á Siglufirði. Verkið var átaksverkefni sem RARIK réðst í á sínum tíma. Staðan er þannig í dag að ekki hafa allir íbúar fengið nýja heimtaug. Sumir íbúar eru því en með 230v á meðan aðrir eru með 400v.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar óskar eftir áætlun frá Rarik um spennubreytingu í Fjallabyggð. Með fjölgun rafbíla hafa ítrekað komið upp vandamál. Stór hluti hverfa er með 230v spennukerfi en ætti að vera 400v.

6.Aðalgata 6B - Foktjón

Málsnúmer 2309099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra (HNV)
Lagt fram til kynningar

7.Verkefni tæknideildar 2025

Málsnúmer 2503023Vakta málsnúmer

Kynning á verkefnum tæknideildar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:45.