Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lögð fram drög að samningi um yfirtöku á götulýsingarkerfi til eignar í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

Með samningnum mun Fjallabyggð eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Lagður fram undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Rarik um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Sveitarfélaginu Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 320. fundur - 19.03.2025

Í langan tíma hefur ekki verið unnið að lágspennubreytingum í heimahúsum á Siglufirði. Verkið var átaksverkefni sem RARIK réðst í á sínum tíma. Staðan er þannig í dag að ekki hafa allir íbúar fengið nýja heimtaug. Sumir íbúar eru því en með 230v á meðan aðrir eru með 400v.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar óskar eftir áætlun frá Rarik um spennubreytingu í Fjallabyggð. Með fjölgun rafbíla hafa ítrekað komið upp vandamál. Stór hluti hverfa er með 230v spennukerfi en ætti að vera 400v.