Öldungaráð Fjallabyggðar

1. fundur 31. mars 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sigmundur Agnarson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson

1.Öldungaráð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1610077Vakta málsnúmer

Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa, 67 ára og eldri.
Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.
Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.
Fulltrúar félaga eldri borgar á Ólafsfirði og Siglufirði tilkynntu að þau muni leggja fram breytingatillögu við samþykkt um öldungaráðið fyrir bæjarstjórn Fjallabyggðar. Breytingartillagan varða skipan og boðun funda og fundarsköp ráðsins.

2.Bílastæði við Skálarhlíð

Málsnúmer 1611035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samþykkt bæjarstjórnar frá 15.12.2016 um fjölgun bílastæða við Skálarhlíð. Bílastæðum verður fjölgað um fimm stæði og kemur til framkvæmda á þessu ári. Bílastæði við Skálarhlíð verði merkt íbúum Skálarhlíðar almennt.

3.Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016

Málsnúmer 1703077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar könnun á högum og líðan aldraðra á Íslandi sem framkvæmd var í nóvember og desember 2016. Voru þátttakendur meðal annars spurðir um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu, aðstoð sem þau nýta sér, félagslega virkni og fleira. Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra spurninga. Könnunin náði til 1800 manns af landinu öllu, sem eru 67 ára eða eldri. Hægt er að nálgast könnunina á vefslóðinni: https://www.velferdarraduneyti.is/media/skyrslur2016/Hagir-eldri-borgara-2016.html

Fundi slitið - kl. 13:00.