Málsnúmer 2410060Vakta málsnúmer
Á fundinn eru mætt S.Guðrún Hauksdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar auk bæjarstjóra til að ræða starfsemi öldungaráðs.
Öldungaráðið starfar í samræmi við 38.gr. laga 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og er skipað í ráðið í samræmi við samþykkt um stjórn Fjallabyggðar en ráðið er ráðgefandi varðandi ýmis öldrunarmál og þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.
Fram kom að félög eldri borgara á Siglufirði og í Ólafsfirði tilnefna fulltrúa í öldungaráð sem og heilbrigðisstofnunin og verði breytingar á þeim tilnefningum þarf að tilkynna þær til bæjarskrifstofu og kynna í ráðinu á næsta fundi á eftir.
Rætt var um að koma fundahöldum ráðsins í betra horf og boða til funda í samræmi við fundadagatal sem gerir ráð fyrir 3-4 fundum á ári og skapa þar með virkari grundvöll fyrir starfsemi öldungaráðs sem ráðgefandi aðila.
Ráðgert er að funda að nýju í öldungaráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.