Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

34. fundur 30. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningamála

1.Veitingasala í Tjarnarborg

Málsnúmer 1601039Vakta málsnúmer

Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætti á fundinn og fór yfir punkta vegna veitingarsölu Tjarnarborgar og gerði grein fyrir viðburðum í húsinu það sem af er árinu 2017. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.

2.Hátíðir í Fjallabyggð 2017

Málsnúmer 1708060Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hátíðir sem haldnar hafa verið í Fjallabyggð í sumar. Ákveðið að taka umræðuna upp aftur á næsta fundi nefndarinnar.

3.Ráðstefna um ferðamál - eftirfylgni

Málsnúmer 1706057Vakta málsnúmer

Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var stefnt að því að halda stöðufund með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í fyrstu viku septembermánaðar. Stefnt að því að þessi fundur verði haldinn miðvikudaginn 20. september. Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa falið að undirbúa og boða fundinn.

4.Málþing um sjókvíaeldi

Málsnúmer 1705080Vakta málsnúmer

Umræða um nýafstaðið málþing um sjókvíeldi á laxi sem haldið var í Tjarnarborg 30.júní s.l. Umræða varð um möguleg næstu skref.

5.Starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns

Málsnúmer 1708035Vakta málsnúmer

Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur sagt upp störfum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála fór yfir stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 4. september.

Fundi slitið - kl. 18:30.