Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

55. fundur 07. ágúst 2019 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida Semey boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann hennar.

1.Ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2018

Málsnúmer 1902073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2018, sem unnin er af fyrirtækinu Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, fyrir Fjallabyggð í júní 2019.
Í samantekt er lögð áhersla á að skoða komur erlendra ferðamanna í Fjallabyggð í heild og í byggðarkjarnana hvorn fyrir sig með samanburð við komur ferðamanna í Eyjafjörð. Að jafnaði tóku 3-4.000 manns þátt í könnuninni hverju ári.
Samkvæmt skýrslunni komu 113 þúsund erlendir ferðamenn til Fjallabyggðar árið 2018 og 73 þúsund innlendir ferðamenn. Til samanburðar komu 21 þúsund erlendir ferðamenn árið 2010 til Fjallabyggðar og 45 þúsund innlendir. Skýrsuna má nálgast á heimasíðu Fjallabyggðar undir útgefið efni.

2.Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1908002Vakta málsnúmer

Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar lagt fram til kynningar. Sjómannadagsráð óskar eftir að árlegur styrkur Fjallabyggðar til hátíðarinnar sé færður inn í samning til allt að þriggja ára. Markaðs- og menningarnefnd lítur jákvæðum augum á erindið og vísar því til bæjarráðs.

3.Hátíðir í Fjallabyggð 2019, skýrslur og uppgjör

Málsnúmer 1908004Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hátíðir í Fjallabyggð 2019 en fyrir liggja uppgjör og skýrslur frá þremur hátíðum, 17. júní, Sjómannadagshátíð og Þjóðlagahátíð.

Fundi slitið - kl. 18:30.