Hafnarstjórn Fjallabyggðar

90. fundur 06. apríl 2017 kl. 17:00 - 17:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varaformaður, D lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Sverrir Sveinsson aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagjöld 2017

Málsnúmer 1701080Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 5. apríl 2017 ásamt samanburði við sama tíma árið 2016.
2017 Siglufjörður 1470 tonn í 242 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 166 tonn í 150 löndunum.

2016 Siglufjörður 4045 tonn í 268 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 176 tonn í 156 löndunum.

2.Landaður botnfiskur í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703060Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um landaðan botnfiskafla eftir höfnum og landsvæðum árin 2014 - 2016.
Fjallabyggðarhafnir eru fimmta hæsta löndunarhöfn fyrir óslægðan botnfisk árið 2016 með 31.268 tonn.

3.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við Ólafsfjarðarhöfn.

Málsnúmer 1703094Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson fh. Iceland Sea Adventure ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Ólafsfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

4.Endurbygging Bæjarbryggju, þekja og lagnir

Málsnúmer 1701075Vakta málsnúmer

Gengið var frá undirritun verksamnings við verktakafyritækið Bás ehf. vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju, þekja og lagnir 29.03. síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.