Hafnarstjórn Fjallabyggðar

119. fundur 04. mars 2021 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2021

Málsnúmer 2101067Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 28. febrúar með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 2756 tonnum í 79 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 1710 tonnum í 34 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2102064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna hækkunar á sjóvörn á fyllingu austan við Bæjarbryggju.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlagða ósk um framkvæmdaleyfi.

3.Deiliskipulag hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Íris Stefánsdóttir og Helga Íris Ingólfsdóttir mættu á fund hafnarstjórnar og fóru yfir vinnu vegna deiliskipulags á hafnarsvæðinu í Ólafsfirði. Einnig lögð fram skipulagslýsing fyrir verkefnið.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna og vísar henni til umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.
Einnig samþykkir hafnarstjórn að halda vinnufund eftir þrjár vikur þar sem drög að deiliskipulagstillögu verða kynnt fyrir stjórninni.

4.Starfslok yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 2102074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorbjörns Sigurðssonar þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem yfirhafnarvörður hjá Fjallabyggðarhöfnum.
Hafnarstjórn felst á framlagða ósk yfirhafnarvarðar um lausn frá störfum og þakkar yfirhafnarverði fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.

5.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna - 2021

Málsnúmer 2102059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fundur hafnarstjórnar - Önnur mál 2020

Málsnúmer 2011027Vakta málsnúmer

Umræður teknar um úrgangsolíu, vigtarskúr og mengun á hafnarsvæðum Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 17:30.