Hafnarstjórn Fjallabyggðar

25. fundur 12. júlí 2010 kl. 17:00 - 18:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sveinn Zophaníasson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Hjalti Gunnarsson varamaður
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Kosning varaformanns og ritara hafnarstjórnar

Málsnúmer 1007031Vakta málsnúmer

Samþykkt var tillaga um að varaformaður hafnarstjórnar yrði Þorsteinn Ásgeirsson, og ritari nefndarinnar frá og með næsta fundi, Sigurður Valur Ásbjarnarson, hafnarstjóri og bæjarstjóri.

2.Formreglur stjórnsýslunnar

Málsnúmer 1006068Vakta málsnúmer

Nefndarmönnum voru kynntar helstu formreglur stjórnsýslunnar og drengskaparheiti um þagnarskyldu undirritað.
Erindisbréf nefndarinnar var lagt fram.

3.Niðurfelling lendingarbóta vegna Kleifa í Ólafsfirði

Málsnúmer 1006098Vakta málsnúmer

Í frumvarpi til lokafjárlaga 2008, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt, voru felldar niður eftirstöðvar lendingarbóta vegna Kleifa í Ólafsfirði upp á kr. 192.000.  Samtals voru felldar niður lendingarbætur að upphæð 4,4 milljónir í höfnum landsins.

4.Skip og bátar í höfn

Málsnúmer 1007042Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir skip og báta í höfnum sveitarfélagsins 14. júní og 9. júlí.

5.Skoðunarferð um hafnarsvæðið á Siglufirði

Málsnúmer 1007032Vakta málsnúmer

Nefndarmenn ásamt embættismönnum fóru skoðunarferð um hafnarsvæðið á Siglufirði undir leiðsögn yfirhafnarvarðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.