Hafnarstjórn Fjallabyggðar

125. fundur 10. janúar 2022 kl. 16:30 - 17:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Framtíðar stefnumótun Fjallabyggðar hafnar

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram drög að verkefnistillögu RR ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar framtíðarstefnumótunar hafna Fjallabyggðar.

Inn á fundinn komu Róbert Ragnarsson og Sunna Rúnarsdóttir frá RR ráðgjöf ehf kl.16:30 og þau yfirgáfu fundinn kl: 16:45.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við RR ráðgjöf um framtíðarstefnumótun Fjallabyggðarhafna byggt á framlagðri verkefnistillögu og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

2.Samningur milli LHG og Fjallabyggðar um þjónustu hafnar.

Málsnúmer 2201012Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir drög að samningi Landhelgisgæslu Íslands (LHG) og Fjallabyggðar er snýr að þjónustu hafnar við skip LHG.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

3.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna.

Málsnúmer 2112058Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar drög að uppfærðum viðbragðsáætlunum sbr. 26. grein reglugerðar um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda, nr. 1010/2012
Lagt fram tilkynningar.

4.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að greinargerð og umhverfisskýrslu ásamt teikningu vegna deiliskipulags á athafna- og hafnarsvæði í Ólafsfirði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að deiliskipulagi.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Fiskmarkaður Hafnarbryggju

Málsnúmer 2112029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 9. desember 2021 þar sem L-7 ehf. f.h. Fiskmarkaðarins - FMS hf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á húsnæði Fiskmarkaðarins á Hafnarbryggju. Einnig eru lagðar fram teikningar, grunnmynd og útlit húss.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða umsókn um byggingarleyfi.

6.Aflatölur 2021

Málsnúmer 2101067Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu þann 31. desember 22.305 tonn borist á land í 1.791 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 23.603 tonn í 1.951 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 296 tonn borist á land í 187 löndunum, á sama tíma í fyrra höfðu 517 tonnum verið landað í 300 löndunum.

7.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 2111068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fiskistofu dags 26. nóvember 2021 er varðar sérstakt strandveiðigjald til hafna.

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2021

Málsnúmer 2101074Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 440. fundar stjórnar hafnarsambands Íslands

9.Nýframkvæmdir og viðhald hafna - fréttatilkynning

Málsnúmer 2112034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Hafnarsambands Íslands er varðar nýframkvæmda og viðhaldsþarfar hafna 2021 til 2031, einnig er lögð fram fréttatilkynning hafnarsambandsins vegna málsins.

10.Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

Málsnúmer 2201013Vakta málsnúmer

1. Snjómokstur á hafnarsvæðum og hálkuvarnir
2. Komur farþegaskipa 2022
3. Sumarverkefni, viðhald og umhirða
Yfirhafnarvörður fór yfir verklag vegna snjómoksturs á hafnarsvæðum.
Yfirhafnarvörður fór yfir bókaðar komur farþegaskipa á árinu 2022.
Yfirhafnarverði falið að taka saman viðhaldslista og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:50.