Hafnarstjórn Fjallabyggðar

109. fundur 06. nóvember 2019 kl. 12:00 - 14:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Markaðssetning hafnar

Málsnúmer 1902016Vakta málsnúmer

Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir þau markaðsmál sem hún hefur unnið að fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn felur Anítu Elefsen að sækja aðalfund Cruise Europe sem haldinn verður í Edinburgh 16. - 19. mars 2020.

2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020 fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

3.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2019 - 2020

Málsnúmer 1909051Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir viðhaldsáætlun Fjallabyggðarhafna fyrir árið 2020.
Fram komu ábendingar um endurbætur á lýsingu á hafnarsvæði vestan við Hafnarbryggju.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögur.

4.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005Vakta málsnúmer

Erindi frestað til næsta fundar.

5.Aflatölur 2019

Málsnúmer 1902009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 4. nóvember 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
2019 Siglufjörður 22412 tonn í 1715 löndunum.
2019 Ólafsfjörður 363 tonn í 349 löndunum.
2018 Siglufjörður 19390 tonn í 1672 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 420 tonn í 426 löndunum.

6.Koma skemmtiferðaskipa 2020

Málsnúmer 1911007Vakta málsnúmer

Nú þegar eru bókaðar 25 komur skemmtiferðaskipa árið 2020.

7.Sorphirða á hafnarsvæðum

Málsnúmer 1911006Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir sorphirðumál á hafnarsvæðum.

8.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1910031Vakta málsnúmer

Bókun færð í trúnaðarbók.

9.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1908012Vakta málsnúmer

Bókun færð í trúnaðarbók.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019

Málsnúmer 1901025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 1904065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:00.