Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

36. fundur 30. janúar 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Kristján Hauksson aðalmaður D-lista boðaði forföll og mætti Hjördís H. Hjörleifsdótir varamaður í hans stað.
Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður S-lista boðaði forföll og mætti Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður í hans stað.

Fundinn sat Róbert Grétar Gunnarsson verðandi deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Undir dagskrárliðum nr. 1 og 2 sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir leikskólastjóri, Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara, Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra leikskóla.

1.Samningur um greiðslur til fósturforeldra vegna skólaaksturs veturinn 2016-2017

Málsnúmer 1612045Vakta málsnúmer

Samþykkt
Nefndin samþykkir samninginn.

2.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Lögð fram drög að endurskoðaðri fræðslustefnu. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar vinnuhópnum sem vann drögin kærlega fyrir þeirra vinnuframlag. Nefndin samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda drögin til aðila skólasamfélagsins og óska eftir umsögn. Umsagnir og athugasemdir skulu liggja fyrir í byrjun mars.
Jónína Magnúsdóttir, Olga Gísladóttir, Magnús G. Ólafsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Berglind Hlynsdóttir og Björk Óladóttir véku af fundi kl.17:20.
Haukur Sigurðsson kom á fundinn kl. 17:20.

3.Spinningtímar í íþróttamiðstöð

Málsnúmer 1701026Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamannvirkja. Nefndin óskaði eftir því á síðasta fundi að forstöðumaður legði fram fastmótaða tillögu að rekstarformi.
Nefndin samþykkir að fyrirkomulag á spinningtímum verði óbreytt. Jafnframt samþykkir nefndin að einkaþjálfarar og þeir sem eru með hópatíma í líkamsræktinni greiði eitt gólfgjald kr. 10.000 kr. á mánuði.

4.Starfsáætlun frístundamála 2017.

Málsnúmer 1701082Vakta málsnúmer

Lagt fram
Starfsáætlun frístundamála lögð fram til kynningar.

5.Notkun á frístundaávísunum

Málsnúmer 1701034Vakta málsnúmer

Samþykkt
Blakfélag Fjallabyggðar óskar eftir því að iðkendur félagsins geti nýtt frístundaávísanir frá Fjallabyggð til að niðurgreiða æfingagjöld. Nefndin samþykkir beiðni blakfélagsins og felur deildarstjóra að gera samning við félagið þess efnis.

6.Beiðni um að nota frístundastyrk utan sveitarfélags

Málsnúmer 1701083Vakta málsnúmer

Synjað
Lögð fram beiðni frá Aðalbjörgu Kristínu Snorradóttur þess efnis að hægt verði nýta frístundaávísun frá Fjallabyggð til að niðurgreiða æfingagjöld hjá Skíðafélagi Dalvíkur.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

7.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Nefndin felur deildarstjóra að lagfæra greinar nr. 2 og 7 í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

8.Samningur við KF vegna knattspyrnuvalla

Málsnúmer 1701084Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Lögð fram drög að samningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) vegna reksturs á knattspyrnuvöllum Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-og menningarmála að fylgja málinu eftir við KF.

9.Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl

Málsnúmer 1701091Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Lögð fram drög að samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) vegna reksturs á skíðasvæðinu Tindaöxl í Ólafsfirði. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-og menningarmála að fylgja málinu eftir við SÓ.

Fundi slitið - kl. 18:30.