Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

98. fundur 12. apríl 2021 kl. 16:30 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Gauti Már Rúnarsson var fjarverandi.

1.Leikskóli Fjallabyggðar - niðurstöður foreldrakönnunar

Málsnúmer 2103022Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri leikskólans fór yfir niðurstöður foreldrakönnunar 2021.

2.Byggjum brú, verkferlar við skólaskil.

Málsnúmer 2102076Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fyrir fundarmönnum skjalið Byggjum brú sem er unnið að beiðni skólameistara framhaldsskóla á Norðurlandi eystra og allra fræðslustjóra á svæðinu. Markmið skjalsins er að setja fram samræmdan og skýran ramma um upplýsingaflæði milli grunnskóla og framhaldsskóla þannig að skólaskipti nemenda úr grunnskóla og í framhaldsskóla verði sem auðveldust og að ekki verði rof á þjónustu við þá einstaklinga sem á aðstoð þurfa að halda.

3.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að kalla eftir greinargerðum frá fræðslustofnunum í Fjallabyggð um hvernig gangi að vinna eftir Fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var af bæjarstjórn 18. maí 2017. Horft verði til atriða eins og hvernig fræðslustefnan birtist í daglegu skólastarfi stofnana, samstarf milli fræðslustofnana, hvernig gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í starfinu og hvernig gangi að vinna að markmiðum fræðslustefnunnar. Óskað eftir að greinargerðir berist deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í síðasta lagi 1. júní 2021.

Fundi slitið - kl. 17:45.