Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

144. fundur 16. október 2024 kl. 15:30 - 17:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Jakob Kárason boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Starfsemi Neons 2024-2025

Málsnúmer 2410067Vakta málsnúmer

Upphaf starfs í Neon kynnt fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar
Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi sat undir þessum dagskrárlið.
Salka Hlín kynnti starf félagsmiðstöðvarinnar Neons í vetrarbyrjun og hugmyndir unglinga að starfinu. Opið er fyrir 5.-7. bekk einu sinni í viku á miðvikudögum, fyrir 8.-10.bekk á mánudögum og miðvikudögum og fyrir 16-19 ára þegar þau óska eftir því.

2.Betri vinnutími í Leikskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2410066Vakta málsnúmer

Betri vinnutími, 36 klukkustunda vinnuvika tekur gildi 1. nóvember nk. samkvæmt grein 2.1.1 í kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og BSRB bæjarstarfsmannafélög. Útfæra þarf framkvæmd þessa.
Kristín María H. Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Sigurbjörg Steinsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir þessum dagskrárlið.
Rætt um fyrirkomulag betri vinnutíma í Leikskóla Fjallabyggðar.

3.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2024

Málsnúmer 2410068Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fer yfir niðurstöður könnunar 2024.
Lagt fram til kynningar
Niðurstöður lagðar fram til kynningar.

4.Starfs- og umbótaáætlun gæðaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410069Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnir starfs- og umbótaáætlun gæðaráðs grunnskólans.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góða skýrslu og umbótaáætlun gæðaráðs grunnskólans.

Fundi slitið - kl. 17:40.