Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

130. fundur 04. september 2023 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Leikskóli Fjallabyggðar. Innra mat 2022-2023. Skýrsla.

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar kynnir skýrslu innra mats Leikskóla Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Helen Meyers fulltrúi starfsmanna.
Skýrsla um innra mat lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar yfirferð skýrslunnar og hrósar starfsfólki fyrir vel unnin störf.

2.Grunnskóli Fjallabyggðar. Ástundunarreglur og verklag við skráningu í Mentor.

Málsnúmer 2309003Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnir ástundunarreglur og fyrirkomulag skráningar í Mentor.
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra.
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar verklagsreglum um viðbrögð við ástundun nemenda.

3.Grunnskóli Fjallabyggðar. Starfsáætlun 2023-2024

Málsnúmer 2309004Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar fer yfir starfsaáætlun 2023-2024.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra.
Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2023-2024 er að mestu uppfærð og lögð fram til kynningar. Starfsáætlunin hefur verið birt á heimasíðu grunnskólans.

4.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að fá upplýsingar um það viðhald sem náðist að sinna við stofnanir sviðsins í sumar þ.e.a.s. íþróttamiðstöð og leik- og grunnskóla og hvaða viðhald sé áætlað á næstunni.

5.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2308029Vakta málsnúmer

Vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til fræðslumála 2024.
Lagt fram til kynningar
Búið er að auglýsa umsóknarfrest um styrki til fræðslumála fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er til og með 24. september nk.

Fundi slitið - kl. 18:30.