Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

124. fundur 27. mars 2023 kl. 16:30 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Viktor Freyr Elísson formaður yfirgaf fund eftir 3. dagskrárlið og við fundarstjórn tók Jakob Örn Kárason varaformaður.

1.Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins - leikskóli

Málsnúmer 2303047Vakta málsnúmer

Foreldrakönnun Skólapúlsins í Leikskóla Fjallabyggðar var lögð fyrir í febrúar síðastliðinn. Svarhlutfall var 83,5%
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Niðurstöður könnunarinnar voru lagðar fram til kynningar og umræðu.

2.Skóladagatöl 2023-2024

Málsnúmer 2303054Vakta málsnúmer

Fyrstu drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra.
Drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar voru lögð fram til kynningar. Áætlað er að endanleg útgáfa skóladagatala verði lögð fyrir nefndina í maí.

3.Frístund 2022-2023

Málsnúmer 2303066Vakta málsnúmer

Frístund er frístundastarf, samstarfsverkefni Fjallabyggðar, íþróttafélaga, tónlistarskólans og grunnskólans. Nemendum er boðið upp á að taka þátt í frístundastarfi í klukkustund, strax að lokinni kennslu grunnskólans.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra. Tölfræði yfir þátttöku í Frístund lögð fram til kynningar. Þátttaka er mjög góð eða á milli 80-90% alla daga.

4.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2021-2026

Málsnúmer 2212010Vakta málsnúmer

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungmenna og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun í málefnum barna og ungmenna og snemmbært inngrip og stuðning við börn og fjölskyldur þeirra í anda farsældarlaga, nr. 86/2021.
Lagt fram til kynningar
Niðurstöður rannsóknarinnar lagðar fram til kynningar.

5.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Farið yfir ábendingar og atriði sem komu fram í heimsóknum í stofnanir sviðsins síðastliðinn mánudag.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd áætlar að heimsækja þær stofnanir sviðsins sem staðsettar eru á Siglufirði eftir páska. Að þeirri heimsókn lokinni tekur nefndin saman greinargerð um heimsóknirnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.