Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

111. fundur 02. maí 2022 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Skóladagatöl 2022-2023

Málsnúmer 2203015Vakta málsnúmer

Skóladagatöl Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til umfjöllunar og samþykktar.
Samþykkt
Undir þessum lið sátu Kristín M. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir komandi skólaár 2022-2023.

2.Sérfræðiaðstoð Ásgarðs ehf. Stöðuskýrslur.

Málsnúmer 1907040Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla Ásgarðs yfir sérfræðiaðstoð við Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2021-2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín M. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Stöðuskýrsla Ásgarðs lögð fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hvetur nýja fræðslu- og frístundanefnd og bæjarstjórn til að halda áfram því gæða- og þróunarstarfi sem unnið hefur verið á síðustu árum í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins í samstarfi og undir forystu Ásgarðs ehf. og tryggi áframhaldandi fjármagn til verkefnisins við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

3.Olweuskönnun 2022 - niðurstöður

Málsnúmer 2204110Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður Oweusarkönnunar sem lögð var fyrir nemendur í 5.-10. bekk á skólaárinu 2021-2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Niðurstöður lagðar fram til kynningar.

4.Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi fræðslu-og frístundanefndar fól nefndin deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans að rýna niðurstöður til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
Sigríður Guðrún Hauksdsdóttir vék af fundi.
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir viðbrögð skólans eftir að niðurstöður foreldrakönnunar lágu fyrir og birti nefndinni bréf sem sent var foreldrum.

5.Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð eru frá árinu 2012 og hefur fræðslu- og frístundanefnd tekið þær til endurskoðunar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að endurskoðun reglna um skólaakstur í Fjallabyggð og vísar til afgeiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:15.