Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

63. fundur 03. desember 2018 kl. 16:30 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Sævar Eyjólfsson varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Gauti Már Rúnarsson boðaði forföll, Tómas A. Einarsson sat fundinn í hans stað.
Hólmar Hákon Óðinsson boðaði forföll, Sævar Eyjólfsson sat fundinn í hans stað.
Diljá Helgadóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Kynning á stelpunámskeiðum í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811083Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Margrét Guðmundsdóttir skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir grunnskólakennari sátu undir þessum lið.

Margrét skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna kynntu fyrir nefndinni framkvæmd og hugmyndafræði stúlknanámskeiða sem þær hafa haldið fyrir stúlkur í 5.-7.bekk síðastliðin þrjú ár. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar þeim Margréti og Sigurlaugu Rögnu fyrir góða kynningu svo og fyrir öflugt og þarft starf við Grunnskóla Fjallabyggðar.

2.Strákanámskeið fyrir 4.-7. bekk

Málsnúmer 1811090Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Margrét Guðmundsdóttir skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir grunnskólakennari sátu undir þessum lið.

Á fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir fjármagni til að halda strákanámskeiðið Öflugir strákar þann 7. janúar nk. fyrir drengi í 4.-7. bekk og fyrirlestur fyrir foreldra sama dag. Bjarni Fritzson kennir námskeiðið. Upp komu ýmsar hugmyndir í tengslum við þá þörf sem er fyrir strákanámskeið. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að skoða útfærslur á þeim hugmyndum sem komu upp á fundinum og leggja fyrir fund fræðslu- og frístundanefndar í febrúar.

3.Breyttar dagsetningar samræmdra könnunarprófa í mars 2019

Málsnúmer 1810020Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem tilkynntar eru breytingar á dagsetningum á samræmdum könnunarprófum fyrir 9. bekk í mars 2019. Prófin verða lögð fyrir 11.-13. mars í stað 12.-14. mars sem áður hafði verið auglýst.
Senda þarf tilkynningu til foreldra og leiðrétta þessar dagsetningar inn á skóladagatali grunnskólans á heimasíðu skólans.

4.Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7.bekk haust 2018

Málsnúmer 1811078Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. - 7. bekk frá því í haust.

5.Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls 2018-2019

Málsnúmer 1811077Vakta málsnúmer

Sævar Eyjólfsson vék af fundi kl. 17:45
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri kynnti helstu niðurstöður nemendakönnunar frá því í haust. Helmingur nemenda í 6.-10.bekk tóku þátt í könnuninni en könnunin verður lögð fyrir í apríl nk. fyrir hinn hluta hópsins.

6.Innsent erindi - Hugmynd að starfsgreinakynningu

Málsnúmer 1810093Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Brynhildi Reykjalín Vilhjálmsdóttur kennara þar sem hún viðrar hugmynd um starfsgreinakynningu í Fjallabyggð fyrir nemendur í elstu árgöngum grunnskóla og yngstu árgöngum framhaldsskóla. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Brynhildi fyrir erindið og felur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Brynhildi um erindið.

7.Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf

Málsnúmer 1810051Vakta málsnúmer

Á 47.fundi Markaðs- og menningarnefndar var tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Trölla.is um hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd vísaði hluta hugmynda sem þar komu fram til Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Hugmyndir þessar snúa að samstarfi við félagsmiðstöðina og grunn-, leik- og tónlistarskóla. Nú þegar er Trölli.is í samstarfi við grunnskólann um valgrein á unglingastigi.
Fræðslu- og frístundarnefnd þakkar þeim Gunnari Smára og Kristínu fyrir góðar hugmyndir og óskar eftir umsögn frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um erindið.
Fræðslu- og frístundanefnd vísar hugmynd um samstarf við tónlistarskólann til skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Fundi slitið - kl. 18:45.