Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

55. fundur 23. maí 2018 kl. 16:30 - 19:20 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varamaður, S lista
  • Rósa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Starfsemi Neon 2017-2018

Málsnúmer 1708050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Daníela Jóhannsdóttir umsjónarmaður Neons.

Daníela fór yfir starfið í vetur. Starfið hefur verið fjölbreytt og mæting með ágætum. Starfstími Neons var 22.september - 11 maí. Húsnæðismál háir starfsemi Neons, það er mjög mikilvægt að finna starfseminni framtíðar húsnæði. Nefndin þakkar Daníelu fyrir greinargóða kynningu og það góða starf sem hún hefur haldið úti í vetur.

2.Samstarfssamningur Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga.

Málsnúmer 1805064Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

Skólastjóri kynnti fundarmönnum samstarfssamning grunnskólans og menntaskólans. Í samningnum er kveðið á um með hvaða hætti samstarf skólanna er um þá áfanga menntaskólans sem nemendur grunnskólans sækja. Bæði er um að ræða áfanga sem nemendur taka sem valáfanga í grunnskólanum og þá áfanga sem nemendur grunnskólans taka í framhaldi af loknum hæfniviðmiðum grunnskólans í einstaka námsgreinum. Mjög brýnt er að verklag og hlutverk hvorrar stofnunar séu skýr. Nefndin leggur til að samningur verði endurskoðaður að ári m.t.t. reynslu næsta skólaárs.

3.Gömul íþróttaáhöld úr grunnskólanum.

Málsnúmer 1805070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

Búið er að endurnýja íþróttaáhöld í íþróttasal grunnskólans við Norðurgötu Siglufirði. Þau íþróttaáhöld sem verið er að afleggja eru að miklu leyti frá miðri síðustu öld. Til að byrja með fara þau á sýningu í Pálshúsi. Að lokinni þeirri sýningu verða þau sett í geymslu þar til framtíðarstaður finnst fyrir áhöldin.

4.Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1803067Vakta málsnúmer

Uppfærð umbótaáætlun vegna ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Hún hefur verið send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1805063Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Endurútgáfa á handbókum um velferð og öryggi barna í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 1804009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1802075Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

8.Vinnuskóli 2018

Málsnúmer 1805073Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla sat undir þessum lið.

Haukur fór yfir ráðningar á flokkstjórum og umhverfisstjórum fyrir sumarið. Skráning í vinnuskóla stendur yfir. Áætlað er að hafa smíðavöll í 4 vikur í sumar fyrir börn fædd á árunum 2005-2009. Smíðavöllurinn yrði fyrir hádegi í báðum byggðarkjörnum. Útfærsla og tímasetning verður nánar auglýstur síðar.

9.Aldurstakmark barna og unglinga í líkamsræktir sveitarfélagsins.

Málsnúmer 1805081Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að aldurstakmark í líkamsræktir sveitarfélagsins verði lækkað niður í 12 ára með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12 - 15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni.

Fundi slitið - kl. 19:20.