Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

133. fundur 10. september 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 2105032Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerir grein fyrir gagnaskilum til úttektaraðila frá þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

2.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna taka gildi 1. janúar 2022. Í lögunum er ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um að ráðherra ber ábyrgð á því að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar til að undirbúa gildistöku laga þessara og styðja við innleiðingu þeirra. Lítið hefur bólað á aðgerðum stjórnvalda en undirbúningsvinna af hálfu sveitarfélagsins er hafin.

3.Aðgerðaáætlun um heilsueflingu aldraðra

Málsnúmer 2108019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps sem skipaður var af heilbrigðisráðherra, með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu aldraðra með það að markmiði að gera öldruðum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Sérstaklega er horft til samstarfs ríkis og verkaskiptingar í málaflokknum sem lýtur að heilsueflingu aldraðra.

4.Starfsleyfi fyrir Sambýlið Lindargötu

Málsnúmer 2107028Vakta málsnúmer

Lagt fram starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir Sambýlið, Lindargötu 2, sem gildir til 18.06.2033.

5.Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraða

Málsnúmer 2107008Vakta málsnúmer

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraða var kynnt á heilbrigðisþingi sem fram fór þann 20. ágúst sl. Í stefnunni er dregin upp sýn að æskilegu heildarskipulagi þjónustu við aldraða, samþættingu milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs milli þessara þjónustustiga. Einnig er horft til nýrra áskorana og fjallað um mögulegar breytingar á framkvæmd og skipulagi þjónustunnar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og hjá nágrannaþjóðum.

6.Þjónustu Landspítala við alvarlega langveik börn

Málsnúmer 2107006Vakta málsnúmer

Landspítali hefur frá árinu 2004, þegar Rjóðrið var stofnað, sinnt hvíldar- og endurhæfingarinnlögnum fyrir alvarlega langveik börn. Í erindinu kemur fram að frá og með næstu áramótum 2021/2022 munu einungis börn sem ekki njóta þjónustu annars staðar s.s. í skammtímavistunum og þurfa veikinda sinna vegna að fá hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir á 3.línu heilbrigðisstofnun fá dvalartíma í Rjóðri.

7.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2109026Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:00.