Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

55. fundur 17. maí 2011 kl. 15:00 - 15:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Júlía Poulsen varamaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1104032Vakta málsnúmer

Samþykkt

Lagt fram vinnuskjal varðandi drög að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar.

2.Samráðsfundur með félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 1105089Vakta málsnúmer

Samþykkt

Félagsmálanefnd samþykkir að halda samráðsfund með félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar. Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði málefna fatlaðra auk annarra mála er varða félagsþjónustu sveitarfélaganna. Fundurinn verður haldinn í byrjun júní.

3.Sambýlið Lindargötu 2, viðhaldsverkefni

Málsnúmer 1010001Vakta málsnúmer

Staðfest

Lögð fram greinargerð félagsmálastjóra varðandi endurbætur á heimilinu að Lindargötu 2. Gert er ráð fyrir að verklok verði í byrjun júlí næst komandi.

4.Þjónusta við fötluð börn

Málsnúmer 1105075Vakta málsnúmer

Samþykkt

Félagsmálastjóri kynnti fyrirhugað verkefni fyrir fötluð börn sem starfrækt verður á Dalvík í sumar.  Félagsmálanefnd samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1104005Vakta málsnúmer

Synjað

Umsókn synjað.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1104094Vakta málsnúmer

Samþykkt að hluta.

Fundi slitið - kl. 15:00.