Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

46. fundur 11. október 2010 kl. 13:45 - 13:45 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Heimsókn félagsmálanefndar í Skálarhlíð

Málsnúmer 1009174Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Skálarhlíðar, Helga Hermannsdóttir tók á móti nefndarmönnum og kynnti starfsemi Skálarhlíðar. Í Skálarhlíð eru 30 íbúðir, 20 eins herbergja og 10 tveggja herbergja.  Ekki hefur tekist að leigja allar íbúðir sem hafa losnað og eru nú fjórar lausar íbúðir í húsinu. Umfangsmikið starf fer fram í Skálarhlíð og helst að nefna dagvist aldraðra og félagsstarf aldraðra.  Þátttaka eldri borgara er mjög góð og lætur nærri að um 70 manns taki reglulegan þátt í þeirri starfsemi sem í boði er. 

2.Heimsókn félagsmálanefndar í Iðju-dagvist fatlaðra

Málsnúmer 1010027Vakta málsnúmer

Deildarstjóri Iðju, Lilja Guðmundsóttir kynnti starfsemi Iðjunnar.  Iðja -dagvist fatlaðra hefur verið starfrækt frá árinu 1997.  Iðjan er starfrækt alla virka daga og eru Þátttakendur fyrst og fremst þeir sem eiga rétt á sértækri þjónustu í skilningi laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.

3.Heimsókn félagsmálanefndar á Sambýlið, við Lindargötu 2

Málsnúmer 1010026Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Sambýlisins, Sigurleif Þorsteinsdóttir kynnti starfsemi Sambýlisins.  Í dag búa 6 einstaklingar á sambýlinu og telst það full skipað.  Sambýlið var tekið í notkun árið 1984 og húsnæðið því komið nokkuð til ára sinna og talsverð þörf á viðhaldi.  Vilyrði hefur fengist frá Trygginga- og félagsmálaráðuneytinu um fjármagn til að sinna brýnustu viðhaldsþörfinni og standa vonir til að hægt verði að ráðast í verkefnið innan tíðar.

Fundi slitið - kl. 13:45.