Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

149. fundur 20. október 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerir grein fyrir verkefnum félagsmáladeildar og áherslum varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024.
Deildarstjóri gerði grein fyrir verkefnum félagsmáladeildar undanfarið og framundan.

2.Okkar heimur á Norður og Austurlandi

Málsnúmer 2310033Vakta málsnúmer

Erindi frá styrktarsamtökunum Okkar heimur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar erindi frá Okkar heimi sem er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Í erindinu er vakin athygli á að fyrirhugað er að mynda stýrihóp fyrir fjölskyldusmiðjur á Akureyri fyrir foreldra með geðrænan vanda og börn þeirra.

3.Þjónusta við útlendinga sem vísað hefur verið úr búsetuúrræðum RLS

Málsnúmer 2310034Vakta málsnúmer

Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar
Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem varðar útlendinga sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi.

4.Tímamótasamningur um starfsendurhæfingu ungs fólks

Málsnúmer 2310036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Erindi frá Heilbrigðisráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem varðar samning um starfsendurhæfingu ungs fólks á aldrinum 18 til 30 ára með flókinn og fjölþættan vanda. Samningurinn tryggir þjónustu fyrir 80 einstaklinga.

5.Trúnaðarmál -barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2310011Vakta málsnúmer

Gögn lögð fram á fundinum.
Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer

Gögn lögð fram á fundinum.
Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Tillaga að reglum Fjallabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 2310040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Afgreiðslu frestað
Tekin fyrir tillaga að reglum Fjallabyggðar um sérstakn húsnæðisstuðning. Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 13:00.