Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

143. fundur 13. desember 2022 kl. 16:30 - 17:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsáætlun félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2212013Vakta málsnúmer

Umræður um starfsáætlun félagsþjónustu og félagsmálanefndar fyrir árið 2023. Félagsmálanefnd samþykkir að halda sérstakan starfsfund í janúar við vinnslu starfsáætlunarinnar.

2.Hátindur 60+

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Ákveðið að halda opinn kynningarfund um verkefnið Hátind 60 í Fjallabyggð. Hátindur 60 er heiti á þórunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa sveitarfélagsins sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar. Kynningarfundurinn verður haldinn í febrúar, tímasetning ákveðin síðar.

3.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2212015Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

4.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2212016Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Félagsstarf aldraðra -skráning

Málsnúmer 2212017Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að frá og með 1. febrúar 2023 verði tekin upp rafræn skráning í einstaka dagskrárliði félagsstarfs aldraðra, 67 ára og eldri, á vegum Fjallabyggðar í skráningarkerfinu Sportabler. Til að byrja með verður sett upp skráning fyrir vatnsleikfimi og líkamsrækt í íþróttamiðstöðvum. Skráning í aðra dagskrárliði koma inn í kerfið eftir því sem fram vindur.

Fundi slitið - kl. 17:30.