Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

142. fundur 29. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, A lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Reglur Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2211128Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um stuðningsþjónustu. Markmið stuðn­ings­þjón­ustu (fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu) er að efla fólk til sjálfs­hjálp­ar og gera því kleift að búa sem lengst í heima­húsi við sem eðli­leg­ast­ar að­stæð­ur. Þjón­ust­an er veitt þeim sem þarfn­ast henn­ar vegna skertr­ar færni, fjöl­skyldu­að­stæðna, veik­inda, fötl­un­ar o.fl. Stuðn­ings­þjón­usta get­ur t.d. ver­ið fólg­in í: Að­stoð við per­sónu­lega um­hirðu, að­stoð við heim­il­is­hald, fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur, heimsend­ing mat­ar, að­stoð við þrif, að­stoð við umönn­un barna og ung­menna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

2.Regl­ur Fjallabyggðar um stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir

Málsnúmer 2211129Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita. Markmið stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk samkvæmt reglunum er að veita fötluðu fólki stuðning til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

3.Regl­ur Fjallabyggðar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra

Málsnúmer 2211130Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Í reglunum er kveðið á um útfærslu og tilhögun á stuðningi til foreldra eða forsjáraðila við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu. Einnig er kveðið á um stuðning til handa börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

4.Regl­ur um bein­greiðslu­samn­inga við fatl­að fólk og for­sjár­að­ila fatl­aðra barna í Fjallabyggð

Málsnúmer 2211131Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um bein­greiðslu­samn­inga. Reglurnar grundvallast á ákvæðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og taka til útfærslu á þjónustu sem Fjallabyggð er skylt að veita fötluðu fólki samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þjónusta í formi beingreiðslusamnings er háð faglegu mati félagsmáladeildar Fjallabyggðar um að beingreiðslusamningur sé hentugt þjónustuform til að mæta þjónustuþörf viðkomandi. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

5.Regl­ur Fjallabyggðar um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð fyr­ir fatl­að fólk

Málsnúmer 2211132Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Lögð fram drög að reglum um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð (NPA). Reglurnar grundvallast á 11. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018. Til þess að eiga rétt á þjónustu í formi NPA þurfa umsækjendur m.a. að uppfylla skilyrði um að vera fatlaður í skilningi laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og hafa mikla og viðvarandi þörf fyrir daglega aðstoð. Félagsmálanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu.

6.Reglur fagteymis um samþætta þjónustu HSN og félagsþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2211133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Laðar fram til kynningar starfsreglur fagteymis um samþætta þjónustu HSN og félagsþjónustu Fjallabyggðar. Fagteymið er vettvangur samþættrar þjónustu milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) í Fjallabyggð og stofnana, sviða og starfsfólks Fjallabyggðar. Reglur þessar byggja á samstarfsyfirlýsingu Fjallabyggðar, HSN og Veltek, dags. 24. júní 2022 og samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Fjallabyggðar um þjónustu í dagdvöl fyrir aldraða, sem tók gildi 1. október 2022.

7.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2211063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar um samstarf barnaverndarþjónustu á Mið Norðurland. Bæjarráð fjallaði um minnisblaðið á fundi sínum þann 22. nóvember sl. og bókaði að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að gæta hagsmuna Fjallabyggðar í samræmi við tillögur minnisblaðsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.