Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

140. fundur 10. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Snæbjörn Áki Friðriksson varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra um framvindu verkefnisins um breytt skipulag barnaverndar.

2.Heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 2105032Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í skýrslunni koma fram fjölmargar tillögur sem skiptast á mörg málasvið, þ.e. húsnæðis- og búsetumál, atvinnumál, notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), hvernig staðið er að samráði aðila og mat á stuðningsþörf.

3.Sérstakur húsnæðisstuðningur

Málsnúmer 2203037Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning.
Lögð fram tillaga um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

4.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025

Málsnúmer 2204028Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025. Í áætluninni eru markmið sveitarfélagsins í jafnréttismálum skilgreind, tilgreint hvernig skal unnið að þeim og hver ber ábyrgð á aðgerðum. Áætlunin skiptist í fjóra hluta: Fjallabyggð sem stjórnvald, Fjallabyggð sem vinnuveitandi, Fjallabyggð sem þjónustuveitandi og eftirfylgni áætlunar. Undir hverjum kafla eru sett fram markmið til þess að ná auknu jafnrétti í sveitarfélaginu, með vísan í þær greinar jafnréttislaga sem verið er að uppfylla. Undir hverju markmiði eru tilgreindar aðgerðir, hver ber ábyrgð á framkvæmd þeirra og hvenær ber að útfæra þær. Jafnréttisáætlunin er yfirfarin a.m.k. árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum. Félagsmálanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

5.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2211063Vakta málsnúmer

Afgeiðslu frestað.

6.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2211064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Málefni aldraðra - Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Deildarstjóri og ráðgjafi félagsþjónustu gerðu grein fyrir framgangi verkefnisins.

8.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Deildarstjóri og ráðgjafi félagsþjónustu gera grein fyrir framvindu verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 18:30.