Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

136. fundur 18. mars 2022 kl. 12:00 - 13:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður, I lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Málsnúmer 2109037Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og næstu skrefum.

2.Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022. Áætlunin er unnin á stafrænu stöðluðu formi sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar. Með stöðluðu formi verða húsnæðisáætlanir sveitarfélaga samanburðarhæfar og þar með næst betri yfirsýn þar sem mögulegt er að taka saman áætlun fyrir landið í heild sinni sem og einstaka sveitarfélög. Í áætluninni er að finna lykilþætti sem liggja til grundvallar á mati fyrir húsnæðisþörf í sveitarfélaginu.

3.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2203036Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.

4.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fór yfir breytingar á barnaverndarlögum, helstu nýmæli og frestun gildistöku á ákveðnum þætti laganna.

5.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 2022.

Málsnúmer 2201042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 dags. 21.01.2022.

6.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 2203034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Umboðsmanni barna þar sem áréttað er mikilvægi þess að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á vettvangi þeirra, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans.

7.Verklag heilbrigðisþjónustu við móttöku þolenda heimilisofbeldis

Málsnúmer 2203035Vakta málsnúmer

Í skýrslunni er ýtarleg greining á fyrirkomulagi móttöku þolenda heimilisofbeldis í heilbrigðisþjónustunni sýnir að brýn þörf er á samræmdu verklagi. Áhersla er lögð á að allir þolendur heimilisofbeldis fái sambærilega þjónustu, óháð búsetu, þegar þeir leita á heilbrigðisstofnun. Sömuleiðis er rík áhersla á að öll skráning verði rafræn, skilvirk og einföld til að tryggja samræmda skráningu þjónustu við þolendur heimilisofbeldis.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.