Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

43. fundur 01. júlí 2010 kl. 13:00 - 13:00 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Erindisbréf, starfstilhögun og fundartími

Málsnúmer 1006057Vakta málsnúmer

Erindisbréf afhent fundarmönnum.  Farið yfir hlutverk nefndarmanna samkvæmt erindisbréfinu.   Nefndarmenn undirrituðu yfirlýsingu um heimild til að senda fundarboð og fundargögn með rafrænum hætti.  Fundartími félagsmálanefndar verður ákveðinn á næsta fundi sem verður 19. ágúst n.k.

2.Undirritun þagnareiðs nefndarmanna félagsmálanefndar

Málsnúmer 1006058Vakta málsnúmer

Nefndarmenn undirrituðu þagnareið.

3.Skipting verkefna félagsmálanefndar

Málsnúmer 1006059Vakta málsnúmer

Kristín Brynhildur Davíðsdóttir skipaður varaformaður.  Samþykkt að starfsmenn félagsþjónustunnar annist ritun fundargerða félagsmálanefndar.

4.Málefni fatlaðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1005083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat verkefnisstjóri SSNV -málefni fatlaðra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.  Fyrir liggur tillaga frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 21.06.2010, varðandi beiðni um að Ólafsfjörður verði hluti af þjónustusvæði byggðasamlags um málefni fatlaðra á Nl.vestra.  Félagsmálanefnd lítur svo á að tillaga ráðuneytisins sé ekki ásættanleg og ekki til þess fallin að bæta þjónustu við fatlaða í Ólafsfirði.  Einnig skiptir máli í þessu samhengi að svokallað SIS mat hefur ekki farið fram vegna fatlaðra íbúa í Ólafsfirði og mikil óvissa um að svo verði.  Félagsmálanefnd leggur til að óskað verði eftir fundi með fulltrúum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og verkefnisstjóra SSNV - málefni fatlaðra. 

5.Yfirlit yfir starfsemi félagsþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1006069Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram yfirlit yfir helstu þjónustu- og rekstrarþætti félagsþjónustunnar.

6.Fundargerðir félagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1006053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2010

Málsnúmer 1002112Vakta málsnúmer

Félags- og tryggingamálaráðuneytið tilkynnir um styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna umsóknar félagsþjónustu Fjallabyggðar þar sem sótt var um styrk vegna viðgerðar á þaki Skálarhlíðar, á þeim hluta sem tilheyrir dagvist aldraðra.  Styrkupphæðin er 470 þúsund krónur.

8.Umsókn um styrk vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD greiningu

Málsnúmer 1001105Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf verkefnisstjórnar tilraunaverkefnis til styrktar langveikum börnum og börnum með ADHD-greiningu varðandi úthlutun styrks til félagsþjónustu Fjallabyggðar að upphæð kr. 1.000.000 vegna aukinnar þjónustu við börn með ADHD og langveik börn og fjölskyldur þeirra. 

9.Umsækjendur um stöðu sálfræðings við félagsþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1006039Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsóknir um auglýsta stöðu sálfræðings við félagsþjónustuna.

10.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 09.06.2010

Málsnúmer 1006035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.