Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

127. fundur 11. desember 2020 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Geðheilsuteymi fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir

Málsnúmer 2012027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um stofnun geðheilsuteymis fyrir fólk með þroskahömlun. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið heilsugæslu höfuðborgasvæðisins að leiða stofnun slíks teymis í samvinnu við Landspítala, Reykjavíkurborg, önnur sveitarfélög, Þroskahjálp og aðra þá sem að málinu koma.

2.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 1802077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19

Málsnúmer 2009052Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að reglum Fjallabyggðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Styrkupphæð verður 45.000 fyrir hvert barn. Gert er ráð fyrir að félagsmálanefnd mun fjalla um þau ágreiningsmál sem lögð eru fyrir nefndina í samræmi við 4. gr. reglnanna um málsmeðferð.

4.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2012028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Jólaaðstoð 2020

Málsnúmer 2012029Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál, erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:00.