Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

41. fundur 21. maí 2010 kl. 16:00 - 12:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hörður Ólafsson aðalmaður
  • Vibekka Arnardóttir aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir formaður
  • Júlía Sæmundsdóttir Félagsráðgjafi
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hrefna Katrín Svavarsdóttir Deildarstjóri félagsþjónustu

1.Fyrirspurn um íbúðir fyrir aldraða í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1005067Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar við fyrirspurn Sjúkratrygginga Íslands þar sem óskað er eftir upplýsingum um íbúðir aldraðra í sveitarfélaginu. Í svari félagsmálastjóra kemur m.a. fram áhersla á að viðurkenndur verði réttur íbúa Skálarhlíðar til niðurgreiðslu öryggishnappa frá Sjúkratryggingum Íslands.

2.Samstarfsverkefni um barnateymi félagsþjónustu Fjallabyggðar og heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunarinnar

Málsnúmer 1005012Vakta málsnúmer

Félagsþjónustan hefur farið þess á leit við Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar að komið verði á sameiginlegu barnateymi félagsþjónustunnar og heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunarinnar. Tilgangurinn er að auka samstarf, tryggja yfirsýn yfir þjónustuúrræði og gæta samræmingar og markvissra vinnubragða. Í teyminu munu sitja félagsmálastjóri, ráðgjafaþroskaþjálfi, heilsugæslulæknir, hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir.

3.Málefni fatlaðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1005083Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir að á næstu dögum verði unnt að ganga frá beiðni til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins um að Ólafsfjörður verði hluti af þjónustusvæði byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.

4.Umsókn um styrk vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD greiningu

Málsnúmer 1001105Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar styrkumsókn til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD.  Umsókninni fylgir verklýsing á verkefninu þar sem tilgangurinn er að stuðla að bættri þjónustu við þennan hóp barna.

5.Trúnaðarmál, afgreiðslur fjárhagsaðstoðar frá síðasta fundi

Málsnúmer 1005106Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greidda fjárhagsaðstoð frá síðasta fundi nefndarinnar.  Frá sama tíma og í fyrra hefur fjölskyldum sem þegið hafa fjárhagsaðstoð fjölgað nokkuð en gjaldaliður fjárhagsaðstoðar er enn innan ramma fjárhagsáætlunar ársins.

6.Skýrsla vegna námskeiða Farskólans í samvinnu við Fjölmennt, haustið 2009

Málsnúmer 1004078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 16.04.2010

Málsnúmer 1004073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.