Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

39. fundur 10. mars 2010 kl. 12:00 - 12:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hörður Ólafsson aðalmaður
  • Vibekka Arnardóttir aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir formaður
  • Sigurður Jóhannesson aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir Félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Vinnufundur um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga

Málsnúmer 1002046Vakta málsnúmer

Miðvikudaginn 24. febrúar 2010 hélt Samband íslenskra sveitarfélaga vinnufund, í samvinnu við verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Tilgangur fundarins var að miðla upplýsingum og leggja grunninn að öflugu starfi sveitarfélaga fram til þess tíma sem þau taka við þjónustunni. Á fundinum fór m.a. fram umræða í vinnuhópum um stærð þjónustusvæða og mismunandi rekstrarform þjónustunnar og einnig kynntu fulltrúar allra landshlutasamtaka stöðu vinnunnar á sínu svæði. Frá Fjallabyggð sóttu fundinn félagsmálastjóri, bæjarstjóri og formaður félagsmálanefndar.

2.Samkomulag vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna

Málsnúmer 1002083Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti umsóknir félagsþjónustunnar vegna lengdrar viðveru.

3.Kynningarfundur og boð um samstarf vegna væntanlegrar tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga

Málsnúmer 1002104Vakta málsnúmer

Erindi frá Akureyrarbæ þar sem fram kemur að Akureyrarbær er tilbúinn til samstarfs við nágrannasveitarfélögin um myndun þjónustusvæðis á grunni þeirrar leiðar sem kölluð er ,,þjónustusamningur við leiðandi sveitarfélag."  Boðið verður upp á kynningar á starfsemi málefna fatlaðra á vegum Akureyrarbæjar um miðjan marsmánuð.  Formaður félagsmálanefndar mun sækja kyningarfundinn.

4.Yfirfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga

Málsnúmer 1002107Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla verkefnisstjórnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi undirbúning og myndun þjónustusvæða vegna væntanlegrar tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna.  Gert er ráð fyrir að þjónustusvæði verði mynduð um rekstur þjónustunnar og er miðað við að þau hafi að lágmarki um átta þúsund íbúa. Þjónusta innan svæðisins getur verið  veitt af einstökum sveitarfélögum, byggðasamlagi eða með öðru formlegu samstarfi sveitarfélaga.  Mikilvægt er að sveitarfélögin skilgreini þjónustusvæði sem fyrst og ákveði þjónustuformið.  Í umræðum um málið kom fram að Fjallabyggð vegna Siglufjarðar hefur verið í ágætu samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra á þessu sviði síðan 1999 og því eðlilegt að horft verði til áframhaldandi samstarfs og þá á grundvelli þeirrar leiðar sem kölluð er ,,þjónustusvæði með dreifðri þjónustu".

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1002132Vakta málsnúmer

Samþykkt

Samþykkt.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1002070Vakta málsnúmer

Samþykkt

Samþykkt.

7.Kynning á þjónustu Ekron atvinnutengdri endurhæfingu fyrir óvirka vímuefnaneytendur

Málsnúmer 1002081Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagt fram til kynningar.

8.Eden hugmyndafræðin-Endurmenntun Háskóla Íslands

Málsnúmer 1002109Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 05.03.2010

Málsnúmer 1003028Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.