Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

134. fundur 29. október 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila

Málsnúmer 2110099Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum fjallabyggðar um úthlutun tómstundastyrkja til lágtekjuheimila, haust 2021. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

2.Reglur um félagslegar leiguíbúðir Fjallabyggðar -endurskoðun

Málsnúmer 2110100Vakta málsnúmer

Tillaga um endurskoðun á V. kafla reglanna sem lúta að úthlutun íbúða í Skálarhlíð. Félagsmálanefnd samþykkir að reglurnar verði teknar til endurskoðunar. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerir grein fyrir verkefninu og næstu skrefum framundan.

4.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 14.10.2021

Málsnúmer 2109050Vakta málsnúmer

Lagt fram
Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga héldu árlegan fund um jafnréttismál sveitarfélaga sem fram fór fimmtudaginn 14. október 2021 og var hann rafrænn að þessu sinni.
Farið var yfir ný jafnréttislög sem tóku gildi árið 2020 og var þar stiklað á stóru varðandi helstu breytingar og fjallað sérstaklega um þær kröfur sem gerðar eru til áætlana sveitarfélaga um jafnréttismál. Stefnt er að því að halda vinnustofu og fræðslu á næsta landsfundi um gerð þessara nýju áætlana sveitarfélaganna.

5.Starfsleyfisskylda einkaaðila sem veita félagslega þjónustu

Málsnúmer 2110101Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagþjónustu og barnaverndar, þar sem athygli er vakin á starfsleyfisskyldu einkaaðila sem veita félagslega þjónustu.

6.Húsnæðisáætlunum skilað rafrænt og á stöðluðu formi frá og með 2022.

Málsnúmer 2110023Vakta málsnúmer

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú innleitt stafræna lausn á vinnu við húsnæðisáætlanir sveitarélaga.
Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætli að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.

7.Innköllun krafna um sanngirnisbætur

Málsnúmer 2110024Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram erindi frá Dómsmálaráðuneytinu, dags. 6. október 2021. Með bréfinu vill dómsmálaráðuneytið vekja athygli stjórnenda í málefnum fatlaðs fólks á því að innköllun krafna um sanngirnisbætur verður birt í Lögbirtingarblaðinu 7. okt sl. Frá þeim tíma gefst einstaklingum sem sættu illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum fyrir fötluð börn, rekin á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993, tækifæri til að lýsa kröfum sínum um bætur. Fresturinn til að sækja um sanngirnisbætur rennur að óbreyttu út 31. janúar 2022.

8.Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um möguleika á sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og aðra sem þarfnast endurhæfingar.
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir framgangi verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 13:00.