Bæjarráð tók greinargerð bæjarstjóra til umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að vinna haldi áfram við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2012 - 2015 í samræmi við forsendur í framkominni greinargerð og miða skuli útgjaldaramma við gefnar forsendur.
Bæjarráð felur því deildarstjórum og forstöðumönnum að vinna starfsáætlanir í samræmi við framlagða greinargerð.
Gerðar eru fjórar breytingar á framlagðri greinargerð.
1. Tillaga að hækkun sorphirðugjalds á íbúa er ekki samþykkt og verður álagning óbreytt á milli ára.
2. Miða skal við að veltufé frá rekstri miðist við að lágmarki 10% öll árin.
3. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði ekki lægri en 10 m.kr. öll árin.
4. Veltufjárhlutfall verði nálagt einum.
Samþykkt samhljóða.
Sólrún vísar í fyrri bókanir er varðar framkvæmdir við skólamannvirki Fjallabyggðar.
Sólrún lagði fram athuasemd er varðar hækkun á fasteignamati og þar með hækkun á fasteingagjöldum næsta árs og óskar að fært sé til bókar.
"Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir fasteignasköttum á árinu 2012 upp á 96.9 m.kr. en á árinu 2011 var gert ráð fyrir 87.9 m.kr. Þarna mega íbúar búast við að fasteignaskattar hækki um 10.2%. Þessi hækkun á sköttum sveitarfélagsins er langt umfram almennar verðlagshækkanir og gerir ekkert annað en að minnka kaupmátt íbúanna. Þess í stað legg ég til að skoðaðir verði rækilega möguleikar á hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, sem hafa skapast með opnum Héðinsfjarðarganga, við höfum ekki efni á að hafa tvennt af öllu".
Bæjarráð bendir sérstaklega á að til að ná ofanrituðum samþykktum markmiðum ber deildarstjórum sérstaklega að kanna neðanritað.
1. Lögð er áhersla á að rekstur leikskólans verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.
2. Lögð er áhersla á að rekstur menningarmála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.
3. Lögð er áhersla á að rekstur æskulýðs og íþróttamála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.
Samþykkt einróma.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.