Bæjarstjórn Fjallabyggðar

69. fundur 09. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Magnús Albert Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011

Málsnúmer 1110008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Í reglum sveitarstjórnar Fjallabyggðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni sbr. heimild í 2 mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
    Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á 2. gr. og miða tímasetningar við umsóknir um aðra styrki á vegum bæjarfélagsins eða við 1. nóvember ár hvert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Bæjarráð telur eðlilegt og leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á erindisbréfi félagsmálanefndar til samræmis við samþykktir um stjórn og fundarköp Fjallabyggðar.
    1. Félagslegt húsnæði.
    Í kaflanum málaflokkar og verkefni bætist við upptalninguna,"félagslegt húsnæði" og "úthlutun á félagslegu húsnæði".
    2. Orðalagsbreyting:
    Í kaflanum Stofnanir sem heyra undir félagamálanefnd kemur "Búsetuþjónusta fatlaðra" í stað Sambýlis. Vísað er í reglugerð nr.1054.
    3. Tilvísun lagaákvæða.
    Í kaflanum Lagaákvæði og heimildir, bætist við í upptalningu "lög um málefni aldraðra nr. 50/1991 og leiðrétt laganúmer og ártal, laga um jafnan rétt kvenna og karla.
    Ofanritað samþykkt samhljóða.
    En tillaga um boðun funda og um seturétt áheyrnarfulltrúa var felld með tveimur atkæðum, en Sólrún greiddi atkvæði með tillögunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lagðar fram til kynningar tillögur stjórnar Eyþings sjá bréf dags. 12. og 16. september er varðar sóknaráætlanir fyrir Norðurland eystra og áherslur í samgöngumálum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boðar til haustfundar á morgun miðvikudag 26. október kl. 15.00 á Akureyri. Fulltrúar Fjallabyggðar eru;
    Frá meirihluta eru Þorbjörn Sigurðsson og Bjarkey Gunnarsdóttir í stað Ingvars Erlingssonar.
    Fulltrúi minnihluta á fundinum verður Guðmundur Gauti Sveinsson.
    Bæjarstjóri situr og fundinn, sem stjórnarmaður í Atvinnuþróunarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Á 168. fundi Ofanflóðanefndar var fjallað um erindi Fjallabyggðar frá 15. júlí varðandi lánsumsókn vegna snjóflóðavarnarframkvæmda. Um er að ræða áfallinn kostnaðarhlut að upphæð kr. 5 m.kr.
    Bæjarráð fagnar afgreiðslu Ofanflóðanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Formaður sóknarnefndar sækir um styrk vegna garðs umhverfis kirkjugarð í Ólafsfirði. Sótt er um styrk að upphæð kr. 483 þúsund sem er um 20% af heildarkostnaði við verkið.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn verði samþykktur og tekinn inn í fjárhagsáætlun 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    UNICEF þakkar Fjallabyggð fyrir veittan stuðning við að koma börnum á þurrkasvæðum í Austur - Afríku til hjálpar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Bæjarráð tók greinargerð bæjarstjóra til umræðu og afgreiðslu.
    Bæjarráð samþykkir að vinna haldi áfram við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2012 - 2015 í samræmi við forsendur í framkominni greinargerð og miða skuli útgjaldaramma við gefnar forsendur.
    Bæjarráð felur því deildarstjórum og forstöðumönnum að vinna starfsáætlanir í samræmi við framlagða greinargerð.
    Gerðar eru fjórar breytingar á framlagðri greinargerð.
    1. Tillaga að hækkun sorphirðugjalds á íbúa er ekki samþykkt og verður álagning óbreytt á milli ára.
    2. Miða skal við að veltufé frá rekstri miðist við að lágmarki 10% öll árin.
    3. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði ekki lægri en 10 m.kr. öll árin.
    4. Veltufjárhlutfall verði nálagt einum.
    Samþykkt samhljóða.
    Sólrún vísar í fyrri bókanir er varðar framkvæmdir við skólamannvirki Fjallabyggðar.
    Sólrún lagði fram athuasemd er varðar hækkun á fasteignamati og þar með hækkun á fasteingagjöldum næsta árs og óskar að fært sé til bókar.
    "Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir fasteignasköttum á árinu 2012 upp á 96.9 m.kr. en á árinu 2011 var gert ráð fyrir 87.9 m.kr. Þarna mega íbúar búast við að fasteignaskattar hækki um 10.2%. Þessi hækkun á sköttum sveitarfélagsins er langt umfram almennar verðlagshækkanir og gerir ekkert annað en að minnka kaupmátt íbúanna. Þess í stað legg ég til að skoðaðir verði rækilega möguleikar á hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, sem hafa skapast með opnum Héðinsfjarðarganga, við höfum ekki efni á að hafa tvennt af öllu".
    Bæjarráð bendir sérstaklega á að til að ná ofanrituðum samþykktum markmiðum ber deildarstjórum sérstaklega að kanna neðanritað.
    1. Lögð er áhersla á að rekstur leikskólans verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.
    2. Lögð er áhersla á að rekstur menningarmála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.
    3. Lögð er áhersla á að rekstur æskulýðs og íþróttamála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.
    Samþykkt einróma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Bjarkey Gunnarsdóttir og bæjarstjóra er falið að fara yfir málefni sveitarfélagsins miðvikudaginn 26. október með þingmönnum kjördæmisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Á 90. fundi ráðgjafanefndar Varasjóðs húsnæðismála þann 1. september 2011 var úthlutað framlögum vegna sölu félagslegra íbúða skv. reglum þar um nr. 656/2002.
    Fjallabyggð var úthlutað kr. 2.108.796 vegna tveggja íbúða.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Fyrir 16 árum var gerð könnun á öryggi barna í bílum fyrir utan leikskóla og kom þá í ljó að 28% barna var óbundið í bílum landsmanna.
    Nú er staðan þannig að aðeins 2% barna er laus í bílum. Lögð er áhersla á jákvæða þróun, en ekki má draga úr áróðri og upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lagt fram boð á fyrsta HAAS Hátæknimenntaseturs á Íslandi sem haldin verður 4. nóvember 2011 í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25. október 2011
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 234. fundur - 1. nóvember 2011

Málsnúmer 1110011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Hannes Garðarsson sækir um styrk til útgáfu á bók sinni Árbók Ólafsfjarðar.
    Um er að ræða útgáfu á bókinni sem tekur á viðburðum ársins 2010.
    Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.
    Bæjarfélagið styrkti útgáfuna um kr. 200 þúsund á síðasta ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Óskað er eftir heimild til að setja umrædda húseign á sölu með möguleika á skammtímaleigu á meðan á söluferli stendur.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Bylgjubyggð 57 fari í sölumeðferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Frístundanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs hvort hagkvæmt sé að leysa til sín umrædda eign með þvi að yfirtaka skuldir félagsins.
    Bæjarráð telur rétt að kalla eftir skoðun hluthafa og/eða stjórnar Aladíns.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju óskar eftir styrk til kaupa á sérhönnuðum söngpöllum sem munu m.a. nýtast öðrum kórum.
    Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.5 1110126 Refa og minkaveiði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að greiðslur fyrir refa- og minkaveiði einskorðist við refaskyttur sem gert hafa samning þess efnis við Fjallabyggð.
    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Menningarnefnd hefur farið yfir reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar og gert smávægilegar breytingar.
    Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Bæjarstjórn tók málið til umfjöllunar þann 14. september s.l. og var þar samþykkt að taka tvær umræður um framlagðar siðareglur.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýjar reglur verði samþykktar.
    Bókun fundar <DIV>Tillaga um siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð var borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Skólaþing verður haldið á Hilton Hóteli í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember n.k.
    Fulltrúar Fjallabyggðar á ráðstefnunni verða leikskólastjóri og fræðslu- og menningarfulltrúi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands sem haldinn var 12. október sl. samþykkti tillögu um ágóðahlutagreiðslur til aðildarsveitarfélaganna einróma.
    Um er að ræða óbreytt markmið EBÍ, að hluti af hagnaði af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaga með þeirri undantekningu að ekki komi til útgreðslna á árinu 2011.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Umhverfisstofnun sendir inn erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd fyrir 1. desember næstkomandi.
    Bæjarráð samþykkir að skipa Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóra tæknideildar fulltrúa Fjallabyggðar í umrædda nefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um útgjaldaramma fyrir bæjarfélagið. Bæjarráð vísar tillögunum til fagnefnda, forstöðumanna og deildarstjóra til frekari úrvinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga var haldinn 27. október s.l.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Norræn ráðstefna var haldin í Reykholti 27. -28. október s.l. Um er að ræða lokafund um þróunarverkefnið Vestnorden Foresight 2030, sem staðið hefur yfir síðan 2010.
    Undirbúningsfundir þessa verkefnis voru haldnir í Borgarbyggð og Fjallabyggð en vinnufundir verkefnisins voru á Akureyri og í Reykholti.
    Fulltrúar Fjallabyggðar voru Ásgeir Logi Ásgeirsson og Magnús Sveinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Lagt fram bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dags. 26. október 2011, en um er að ræða auglýsingu um umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.
    Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið sæki um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 fyrir 9. nóvember 2011.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011

Málsnúmer 1111003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Formaður bæjararráðs bauð velkomna til fundar við bæjarráð þá Bjarna Kristjánsson og Árna Ólafsson, en þeir hafa unnið að greinargerð og skipulagi að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar sem mun hafa gildistíma frá 2011 - 2023. Auk þess sat Magnús A. Sveinsson fulltrúi skipulags- og umhverfisnefndar fundinn.
    Bæjarráð boðaði þá á fund til að fara yfir þau atriði sem snerta Fjallabyggð sérstaklega.
    Eftir umræður og yfirferð voru þeim færðar þakkir fyrir góðar tillögur og ábendingar um forsendur og niðurstöður undirbúningsnefndar sveitarfélaganna á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Lagt fram bréf um lausnir er varða lausagöngu búfjár á Siglufirði.
    Umhverfisfulltrúi, búfjáreftirlitsmaður bæjarfélagsins og deildarstjóri tæknideildar tóku tillögurnar saman í samráði við álitsgjafa, þá Héraðsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis, eftirlitsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis og búfjáreftirlitsmann frá Búgarði ráðgjafaþjónustu.
    Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. nóvember, er varðar framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á svæðinu "Fífladalir norður."
    Þar kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir með stuðningi sjóðsins á árinu 2013. Ætlunin er að ljúka öllum framkvæmdum fyrir árið 2016.
    Lagt fram til kynningar og er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Það er skoðun bæjarráðs að svörin séu nægjanlega skír til að hægt sé að fá deiliskipulag við Snorragötu samþykkt hjá Skipulagsstofnun.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Farið yfir gögn deildarstjóra tæknideildar varðandi Eignarsjóð um framkvæmda- verk og kostnaðaráætlanir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Á fund bæjarráðs mætti Sigurjón Magnússon til að ræða málefni fyrirtækisins og framtíðarhorfur í rekstri þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Bæjarstjóra er boðið til móttöku í Bóksal Þjóðmenningarhúss föstudaginn 11. nóvember n.k. Tilefnið er tíu ára afmæli Landskerfis bókasafna hf., en félagið var stofnað 14. nóvember 2001.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Lögð fram til kynningar ályktun um áframhaldandi flug til Sauðárkróks, sem gerð var á aðalfundi 13. október s.l.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Hagstofan undirbýr nú töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011 og fer þess á leit við sveitarfélögin að þau veiti henni nokkrar upplýsingar til viðbótar.
    Erindi lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 8. nóvember 2011
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011

Málsnúmer 1110005FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 4.1 1107058 Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 4.2 1107050 Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.3 1110070 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.4 0912038 Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.5 1003146 150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar í okt. 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.6 1110069 Stofnun þjóðdansafélags og kvæðamannafélags á Siglufirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.7 1110097 Undirritun þagnareiðs nefndarmanna menningarnefndar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 2. nóvember 2011

Málsnúmer 1110012FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 5.1 1110137 Listhús Fjallabyggðar í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 2. nóvember 2011
    Nýir eigendur hafa tekið við Listhúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Hjónin Shok Han Liu og Sigurður Svavarsson hafa keypt húsnæðið og hefja rekstur þess 1. nóvember 2011. Ætlunin er að bjóða upp á gestavinnustofur fyrir listamenn og sýningarsal. Meðal nýjunga er að bjóða listamönnum tímabundið ókeypis afnot af sýningarsalnum. Ný heimasíða Listhússins hefur verið tekin í notkun: www.listhus.com
    Menningarnefnd hvetur listamenn til þess að nýta sér aðstöðuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.2 1110113 Kosning varaformanns menningarnefndar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 2. nóvember 2011
    Ásdís Pálmadóttir var kjörin varaformaður nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.3 1110097 Undirritun þagnareiðs nefndarmanna menningarnefndar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 2. nóvember 2011
    Nýir fulltrúar menningarnefndar undirrituðu þagnareið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.4 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 2. nóvember 2011
    Farið yfir fjárhagsáætlun 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.5 1107058 Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 2. nóvember 2011
    Fræðslu- og menningarfulltrúi og varaformaður menningarnefndar kynntu fund sem þær áttu með starfsmönnum Þjóðskjalasafns vegna Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar menningarnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011

Málsnúmer 1110006FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 6.1 1110089 Félagsmiðstöðin Neon - húsnæðismál
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.2 1110090 Húsnæði Aladíns við Ægisgötu 15
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.3 1105165 Aðstöðuhús á Skíðasvæðinu í Skarðsdal
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • 6.4 1108042 Forvarnarmál - skilti við íþróttamannvirki
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.5 1110041 Ungt fólk 2011
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.6 1110066 Landsmót Samfés í Fjallabyggð 7.-9. október 2011
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.7 1110071 Stefnumótun Mennta-og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.8 1110114 Gæslumál í klefum íþróttamiðstöðvarinnar
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 20. október 2011 Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 49. fundar frístundanefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 26. október 2011

Málsnúmer 1110009FVakta málsnúmer

Magnús A. Sveinsson, fulltrúi í skipulags- og umhverfisnefnd, gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123




    Lögð var fram skýrsla um aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja í Fjallabyggð sem BSI á Íslandi framkvæmdi  í júní 2011.

    Nefndin leggur til að þau atriði í skýrslunni sem falla undir almennt viðhald verði unnin af þjónustumiðstöð og öðrum stærri verkum verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.5 1110093 Rjúpnaveiði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar <DIV>Magnús A. Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.<BR>Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123 Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 2. nóvember 2011

Málsnúmer 1110013FVakta málsnúmer

Magnús A. Sveinsson, fulltrúi í skipulags- og umhverfisnefnd, gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 2. nóvember 2011
    Jón Konráðsson fór yfir og kynnti úttekt á umferðarmerkingum í Fjallabyggð og lagði fram tillögur að úrbótum.
    Nefndin samþykkir með áorðnum breytingum þær tillögur sem lagðar eru fram. Nefndin leggur til að úttektinni verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 7. nóvember 2011

Málsnúmer 1110010FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson, gerði grein fyrir fundargerð.

  • 9.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 7. nóvember 2011
    a) Undir þessum lið sátu Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar og Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri.
     
    Farið yfir fjárhagsáætlun Tónskóla Fjallabyggðar 2012. Skólastjórar lögðu fram starfsáætlun vetrarins.
     
    b) Farið yfir fjárhagsáætlun fræðslumála 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslunefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.2 1110128 Erindi vegna náms í Háskóla Íslands
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 7. nóvember 2011
    Fræðslunefnd samþykkir beiðnina að teknu tilliti til þess að farið sé eftir reglum um nám samhliða starfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslunefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.3 1110134 Undirritun þagnareiðs nefndarmanna fræðslunefndar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 7. nóvember 2011
    Undirritun frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslunefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.4 1110112 Skólaþing sveitarfélaga 2011
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 7. nóvember 2011
    Til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslunefndar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011

Málsnúmer 1111001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Hafnarstjórn undirritaði þagnareið í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
     
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Hafnarstjóri lagði fram neðanrituð gögn til yfirferðar hafnarstjórnar.
    1. Bréf frá Bæjarráði dagsett 2.11.2011. um vinnu hafnarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
    2. Upplýsingar lagðar fram til kynningar um tilhögun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.
    3. Lagður fram listi og tillögur til framkvæmda og viðhalds fyrir árið 2012.

    Hafnarstjórn ákvað að boða til aukafundar fimmtudaginn 10. nóvember 2012 kl. 17.00 í Ólafsfirði til að ræða og afgreiða neðanritað og var hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að setja upp tillögur um neðanritað fyrir fundinn í samræmi við óskir bæjarráðs.

    a) Gjaldskrárhækkanir. Yfirhafnarverði er falið að leggja fram tillögur fyrir næsta fund.

    b) Starfsmannahald og rekstur. Yfirhafrarverði er falið að leggja fram tillögur  um rekstrarliði fyrir næsta ár.                                                                                                                    
    c) Fjárfestingar. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögur að nýjum og nauðsynlegum fjárfestingum á árinu 2012.

    d) Viðhald. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögu að viðhaldsverkefnum fyrir árið 2012.

    4. Upplýsingar frá Siglingastofnun er varðar útboð á Ólafsfirði lagðar fram til kynningar.  
    4. Áætlun um öryggismál hafna lögð fram til kynningar.
    5. Útboðslýsing á viðgerðum við staurabryggju lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Verið er að ljúka framkvæmdum við viðhaldsverkefni á Siglufirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Verið er að vinna að við verkefnin á Ólafsfirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Bæjarráð hefur samþykkt að sækja um byggðakvóta fyrir 9. nóvember n.k.
     
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Útboðsgögn lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 10.10 0906111 Önnur mál
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 2. nóvember 2011
    Hitaveita í hafnarhús -  yfirhafnarvörður mun kanna kostnað fyrir næsta fund.
    Spurt um afleysingamál á höfninni. Yfirhafnarvörður svaraði fyrirspurn.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 35. fundar hafnarstjórnar staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

11.Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1111028Vakta málsnúmer

Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka á dagskrá bæjarstjórnar, breytingu á nefndarskipan í byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu um breytingu á skipan byggingarnefndar Gunnskóla Fjallabyggðar til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 19:00.