Bæjarstjórn Fjallabyggðar

217. fundur 23. júní 2022 kl. 17:00 - 18:40 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi A lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 7. júní 2022.

Málsnúmer 2206001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 21 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 9, 10, 11 og 14.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir undir lið 7 og Helgi Jóhannsson undir lið 13.
  • 1.9 2205060 NorValue_Norrænt rannsóknarverkefni
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 7. júní 2022. Bæjarráð samþykkir að Markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar sitji ráðstefnu í Nuuk á Grænlandi fyrir hönd Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.10 2205065 Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga - Óskað eftir tillögum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 7. júní 2022. Bæjarráð tilnefnir S. Guðrúnu Hauksdóttur fyrir hönd Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.11 2205072 Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 7. júní 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.14 2206004 Umsókn um undanþágu frá 11. gr. lögreglusamþykktar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 7. júní 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita umrædda undanþágu og felur deildarstjóra Umhverfis- og tæknideildar að ræða við Árna um útfærslu málsins og að vinna umsóknina áfram. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022.

Málsnúmer 2206005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 2.1 2205071 Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð fagnar áhuga hópsins og áformum þeirra um uppbyggingu við höfnina í Ólafsfirði. Telur bæjarráð að hugmyndir falli vel að framtíðaráformum sveitarfélagsins um fjölbreyttari nýtingu hafnarinnar í Ólafsfirði.
    Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til þess að breyta aðalskipulagi til þess að greiða götu verkefnisins.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.2 2204090 Endurnýjun yfirfallslagnar frá brunni í Gránugötu
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð samþykkir að tilboði Báss ehf. verði tekið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.3 2206023 Seatrade Med sýning í Malaga í september.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins. Þó með því skilyrði að 4 vikum fyrir sýningu liggi fyrir greinargerð með áætlun um hver markmiðin með þátttöku sveitarfélagsins séu á sýningunni. Þá skal einnig skila ferðaskýrslu til bæjarráðs og hafnarstjórnar að sýningu lokinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.5 2206017 Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og leggur til að leyfið verði veitt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20. júní 2022.

Málsnúmer 2206012FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.

Aðrir liðir þarnfast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 3.1 2206032 Erindi vegna leyfis til skotveiði á Siglufirði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20. júní 2022. Bæjarráð þakkar Ingvari, Sigurði og Örlygi fyrir erindið. Bæjarráð tekur undir að fara verði að öllu með gát þannig að tegundir á válista séu ekki felldar.

    Bæjarráð áréttar að það er umsjónaraðilum hvers svæðis í sjálfs vald sett hvernig þeir nýta þjónustu þeirra sem hafa leyfi til fellingar á vargfugli.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson, Þorgeir Bjarnason og Tómas Atli Einarsson.

    Bæjarstjórn Fjallabyggðar áréttar mikilvægi þess að farið sé að lögum um meðferð skotvopna í hvívetna ásamt því að þeir sem leyfi hafa til fellingar á vargfugli sýni umhverfi sínu og almenning nauðsynlega tillitssemi. Bæjarstjórn áréttar að felling á vargfugli verði aldrei framkvæmd nema í fullu samráði við deildarstjóra tæknideildar.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 747. fundur - 21. júní 2022.

Málsnúmer 2206015FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 1 lið.

Til afgreiðslu er liður 1.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 747 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð og býður hann velkominn til starfa.

    Bæjarstjórn þakkar Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur fyrir vel unnin störf sem deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

5.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 40. fundur - 26. apríl 2022.

Málsnúmer 2205012FVakta málsnúmer

Fundargerð Undirkjörstjórnar Ólafsfirði er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðsla bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

6.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 41. fundur - 10. maí 2022.

Málsnúmer 2205018FVakta málsnúmer

Fundargerð Undirkjörstjórnar Ólafsfirði er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðsla bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

7.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 42. fundur - 12. maí 2022.

Málsnúmer 2205019FVakta málsnúmer

Fundargerð Undirkjörstjórnar Ólafsfirði er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðsla bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

8.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 5. maí 2022.

Málsnúmer 2205010FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

9.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 55. fundur - 13. maí 2022.

Málsnúmer 2205014FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

10.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 56. fundur - 14.maí 2022.

Málsnúmer 2205015FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

11.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 17. maí 2022.

Málsnúmer 2205016FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

12.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 58. fundur - 1. júní 2022.

Málsnúmer 2206013FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

13.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 32. fundur - 25. maí 2022.

Málsnúmer 2205011FVakta málsnúmer

Fundargerð Ungmennaráðs Fjallabyggðar er í 2 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.

Málsnúmer 2206002FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 14.1 2205034 Ósk um umsögn á tillögu að deiliskipulagi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögurnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.5 2205063 Umsókn um lóð - Ægisgata 6
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.6 2205080 Lóðarmarkabreyting - Gránugata 15B og 17B
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.7 2205030 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vetrarbraut 4
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.8 2205066 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lækjargata 13
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.9 2205062 Endurnýjun á framkvæmdaleyfi fyrir Skarðsveg
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.10 2205028 Síldartorfan - Listaverk
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að listaverkið fái að standa þarna til frambúðar.
    Umhverfisfegrun samþykkt með því skilyrði að ekki verði þrengt að bátarennu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 14.11 2101098 Lausaganga katta
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykkt Fjallabyggðar um kattahald.

    11. gr. er svohljóðandi í dag:
    Tillit til fuglalífs á varptíma:
    Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.

    11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
    Tillit til fuglalífs á varptíma
    eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.
    Bókun fundar Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson.

    Arnar Þór Stefánsson leggur til eftirfarandi breytingu á 11. grein samþykktar um kattahald.

    11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu: Tillit til fuglalífs á varptíma: eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.

    Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt um kattahald. Bæjarstjórn vill árétta að breytingin er viðbót við þau tilmæli sem þegar er að finna í samþykktinni þess efnis að eigendur leitist við að taka tillit til fuglalífs á varptíma.
    Engum viðurlögum hefur verið bætt á samþykkt um kattahald og er það von bæjarstjórnar að kattahaldi í sveitafélaginu verði áfram sinnt með þeim hætti að ekki verði þörf á breytingum þar á.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillöguna, Tómas Atli Einarsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

15.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 9. júní 2022.

Málsnúmer 2206003FVakta málsnúmer

Fundargerð Félagsmálanefndar er í 10 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

16.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 112

Málsnúmer 2206004FVakta málsnúmer

Fundargerð Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar er í 6 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

17.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15. júní 2022.

Málsnúmer 2206008FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnastjórnar Fjallabyggðar er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 4, 5, 7 og 8.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson undir lið þrjú.
  • 17.4 2206023 Seatrade Med sýning í Malaga í september.
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15. júní 2022. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
  • 17.5 2206007 Innri höfn Siglufjörður - Stálþilsrekstur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15. júní 2022. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
  • 17.7 2206015 Leyfi fyrir pramma við Leirutanga
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15. júní 2022. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu prammans. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa liðnum til frekari úrvinnslu til bæjarráðs.
  • 17.8 2205071 Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15. júní 2022. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að finna heppilega útfærslu á breytingu á aðalskipulagi. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.

18.Stjórn Hornbrekku - 33

Málsnúmer 2206007FVakta málsnúmer

Fundargerð Stjórnar Hornbrekku er í 5 liðum.

Til afgreiðslu er liður 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Stjórn Hornbrekku - 33 Hjúkrunarforstjóri leggur til að gerð verði verðfyrirspurn fyrir ræstingu í Hornbrekku í samræmi við 20. gr. 2. mgr. innkaupareglna Fjallabyggðar. Stjórn Hornbrekku samþykkir fyrir sitt leyti að verðfyrirspurnin verði gerð og hún send til þjónustuaðila með skilafresti til og með 8. júlí næstkomandi. Bæjarráð mun taka málið til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu stjórnar Hornbrekku.

19.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 87. fundar - 20. júní 2022.

Málsnúmer 2206014FVakta málsnúmer

Fundargerð Markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

20.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 13. júní 2022 frá Ólafi Baldurssyni formanni félags eldri borgara á Siglufirði þar sem tilkynnt er um nefndarbreytingu á fulltrúa félagsins í Öldungaráði.

Aðalmenn félags eldri borgara Siglufirði verður Ólafur Baldursson í staðinn fyrir Ingvar Guðmundsson og Konráð Baldvinsson verður einnig aðalmaður.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að kalla eftir tilnefningu í öldungaráð frá félögum eldri borgara á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 18:40.