Málsnúmer 2206002FVakta málsnúmer
Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
14.1
2205034
Ósk um umsögn á tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.5
2205063
Umsókn um lóð - Ægisgata 6
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.6
2205080
Lóðarmarkabreyting - Gránugata 15B og 17B
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.7
2205030
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vetrarbraut 4
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.8
2205066
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lækjargata 13
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.9
2205062
Endurnýjun á framkvæmdaleyfi fyrir Skarðsveg
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.10
2205028
Síldartorfan - Listaverk
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að listaverkið fái að standa þarna til frambúðar.
Umhverfisfegrun samþykkt með því skilyrði að ekki verði þrengt að bátarennu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
14.11
2101098
Lausaganga katta
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykkt Fjallabyggðar um kattahald.
11. gr. er svohljóðandi í dag:
Tillit til fuglalífs á varptíma:
Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.
11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
Tillit til fuglalífs á varptíma
eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.
Bókun fundar
Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson.
Arnar Þór Stefánsson leggur til eftirfarandi breytingu á 11. grein samþykktar um kattahald.
11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu: Tillit til fuglalífs á varptíma: eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt um kattahald. Bæjarstjórn vill árétta að breytingin er viðbót við þau tilmæli sem þegar er að finna í samþykktinni þess efnis að eigendur leitist við að taka tillit til fuglalífs á varptíma.
Engum viðurlögum hefur verið bætt á samþykkt um kattahald og er það von bæjarstjórnar að kattahaldi í sveitafélaginu verði áfram sinnt með þeim hætti að ekki verði þörf á breytingum þar á.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillöguna, Tómas Atli Einarsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.