Málsnúmer 2205003FVakta málsnúmer
Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 4 og 5.
Aðrir liðir þarnfast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
1.2
2205026
Samningar um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð 2022-2024
Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
1.4
2205041
Slökkvilið Fjallabyggðar - bifreiðakaup
Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur deildarstjóra fjármála að vinna viðauka í samræmi við framlögð gögn og leggja fyrir bæjarstjórn.
Bókun fundar
Undir þessum lið víkur Tómas Atli Einarsson af fundi.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
1.5
2204056
Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. í verkin Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar 1 og 2 og felur bæjarstjóra að undirrita verksamninga vegna verkana fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Undir þessum lið véku Tómas Atli Einarsson og Guðrún Linda Rafnsdóttir af fundi.
Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.