Bæjarráð Fjallabyggðar

500. fundur 12. maí 2017 kl. 19:30 - 21:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1603021Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi sem haldinn var með Vegagerðinni þann 9. maí síðastliðinn.
Bæjarráð fagnar sérstaklega að framkvæmdir við uppbyggingu Skarðsvegar séu að hefjast og endurgerð Túngötu á Siglufirði og Aðalgötu í Ólafsfirði.

2.Verkefni í umhverfismálum

Málsnúmer 1705037Vakta málsnúmer

Bæjarráð ræddi á fundi sínum umhverfismál í bæjarfélaginu. Í framhaldi af þeim umræðum leggur bæjarráð fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að setja í framkvæmd eftirfarandi verkefni í umhverfismálum.

1.
Opið svæði norðan Sigurhæða á Ólafsfirði.
Svæðið verði hækkað upp með moldarjarðvegi og síðan tyrft að hluta og sáð í þann hluta, sem eftir stendur.

2.
Gerð göngustíga við Suðurgötu á Siglufirði.
a)
„Síldarkonustígur“ frá Suðurgötu að Slökkvistöð.
b)
Göngustígur frá Suðurgötu niður að og sunnan við Síldarminjasafn.

Kostnaður við þessi verk verði tekinn af gjaldaliðunum Göngustígar og Ýmis smáverk, sem rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2017.

Fundi slitið - kl. 21:00.