Bæjarráð Fjallabyggðar

454. fundur 12. júlí 2016 kl. 11:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1606023Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók.

2.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 7. júlí til Síldarleitarinnar sf, þar sem óskað er eftir gerð samkomulags um nýtt lóðarblað er sýni umferðarrétt fyrir Tjarnargötu 18 og 20, og Óskarsgötu 7.

3.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 1607013Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð á þar næsta fundi.

4.Rekstraryfirlit maí 2016

Málsnúmer 1606067Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir rekstur fyrstu fimm mánuði ársins.

5.Launayfirlit tímabils 2016

Málsnúmer 1602012Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir júní 2016.

Niðurstaðan fyrir heildina er 539,1 m.kr. sem er 101,6% af áætlun tímabilsins sem var 530,5 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 26,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 17,5 m.kr.
Nettóniðurstaða er því 8,6 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.
Aðal skýring á stöðu deilda umfram áætlun tengist breytingum í kjölfar síðustu kjarasamninga.

6.Málefni jarðganga á Tröllaskaga

Málsnúmer 1604029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til lögreglustjóra frá 8. júlí vegna umferðarstýringar við Múlagöng.
Bæjarráð skorar á lögregluyfirvöld að tryggja umferðarstjórn og öryggi vegfarenda um Múlagöng á álagstímum.

7.Útboð vegna lagfæringar við Rípla með Ofanflóðasjóði

Málsnúmer 1607015Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir lokað útboð vegna framkvæmda við Rípla til Bás ehf, Sölvi Sölvason ehf, Smári ehf og Árni Helgason ehf.
Útboðið er í samvinnu við Ofanflóðasjóð og er framkvæmdin í umsjá Fjallabyggðar og eftirlit í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.

8.Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf

Málsnúmer 1605006Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund.

9.Samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016

Málsnúmer 1603096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Dalvíkurbyggð dags. 4. júlí sl. þar sem greint er frá því að Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hafi samþykkt samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.

10.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra til bæjarráðs vegna erindis Skúla Pálssonar þar sem gerð var athugasemd við útboð á framkvæmd við Bæjarbryggju.

11.Spennistöð við Hverfisgötu á Siglufirði

Málsnúmer 1606058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, þar sem segir að engar athugasemdir komu frá þeim aðilum sem kvartað hafa yfir mannvirkinu, þegar málið var grenndarkynnt í upphafi.

12.Forsetakosningar - 2016

Málsnúmer 1605026Vakta málsnúmer

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins vegna forsetakosninganna 25. júní sl.

Erindinu vísað til afgreiðslu deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.

13.Slíldarævintýrið á Siglufirði - umsókn um leyfi til skoteldasýningar

Málsnúmer 1607014Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði um leyfi til skoteldasýningar á Síldarævintýrinu.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

14.Álfkonusteinn í Siglufirði

Málsnúmer 1607010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf Sigurðar Ægissonar, dags. 30. júní sl., þar sem hann vekur athygli bæjaryfirvalda á því að möl hafi verið mokað að stórum hluta ofan á Álfkonustein norðantil í Selgili á Hvanneyrarströnd.

Bæjarráð þakkar ábendinguna og samþykkir að vísa erindinu til Vegagerðarinnar.

15.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1607012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Leiksýning fyrir 5 - 6 ára börn. Beiðni um samstarf/styrk.

Málsnúmer 1607005Vakta málsnúmer

Þjóðleikhúsið óskar eftir samstarfi/styrk vegna leiksýningar fyrir 5 - 6 ára börn. Sýning sem fer um landið.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun ársins.

17.Málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1603021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni þar sem samþykkt er að veita styrk sem sótt var um vegna aðkomu í Skógræktina á Siglufirði.
Deildarstjóra tæknideildar falið að stýra framkvæmdinni.

18.Hornbrekka Ólafsfirði - Ársreikningur 2015 og endurskoðunarskýrsla

Málsnúmer 1607008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2016

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Greið leið - aðalfundur 2016

Málsnúmer 1605003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 27. fundur - 20. júní 2016

Málsnúmer 1607002FVakta málsnúmer

  • 21.1 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 27. fundur - 20. júní 2016 Farið var yfir helstu atriði kosninga.
    Þar sem nokkrir nefndarmenn hafa ekki starfað í undirkjörstjórn áður voru þeim kynntar helstu starfsreglur.
    Formaður gerði grein fyrir þeim atriðum sem hann hefur unnið við á undanförnum dögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.

22.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 27. fundur - 23. júní 2016

Málsnúmer 1607006FVakta málsnúmer

  • 22.1 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 27. fundur - 23. júní 2016 1. Lögð fram þrjú eintök af kjörskrá, undirrituð af bæjarstjóranum, Gunnari Inga Birgissyni.
    Á kjörskrá í Ólafsfjarðardeild eru 334 karlar og 290 konur, samtals 624.
    2. Kjörfundur verður að Ægisgötu 15 (Menntaskólanum á Tröllaskaga) og hefst hann kl. 10.00.
    Undirkjörstjórn mun mæta kl. 08.30 til undirbúnings.
    3. Formaður mun sjá um að koma upp kjörklefum og útvega dyraverði.
    4. Formaður sér um ritun gerðarbókar á kjörstað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.

23.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 28. fundur - 24. júní 2016

Málsnúmer 1607003FVakta málsnúmer

  • 23.1 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 28. fundur - 24. júní 2016 Farið yfir helstu atriði vegna kosninga.
    Gengið var frá kjörstofu og allar aðstæður kannaðar.
    Kjörgögn hafa borist frá yfirkjörstjórn.
    Utankjörstaðaratkvæði eru komin í hús og hafa verið læst inni í skjalageymslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.

24.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 28. fundur - 25. júní 2016

Málsnúmer 1607007FVakta málsnúmer

  • 24.1 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 28. fundur - 25. júní 2016 Farið var yfir aðstæður og kjördagur undirbúinn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.

25.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 29. fundur - 24. júní 2016

Málsnúmer 1607004FVakta málsnúmer

  • 25.1 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 29. fundur - 24. júní 2016 Nefndarmenn fóru yfir kjörskrár, sem lagðar voru fram.
    Á kjörskrá í Fjallabyggð við þessar forsetakosningar eru:
    Ólafsfjörður 624 einstaklingar
    Siglufjörður 1001 einstaklingar

    Rætt var um framkvæmd kosninganna og var undirkjörstjórn afhent kjörgögn sem tilheyra hverri deild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.

26.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 29. júní 2016

Málsnúmer 1607005FVakta málsnúmer

  • 26.1 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 29. júní 2016 Umræða um framkvæmd og leiðbeiningar við kosningarnar og hvað mætti betur fara.
    Tveir kjörkassar eru komnir til baka og eru í Ráðhúsinu á Siglufirði.

    Að lokum þakkaði formaður kjörstjórnar fólki og öllum starfsmönnum við kosningarnar kærlega fyrir vel unnin störf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 26.2 1406011 Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 29. júní 2016 Vegna afsagnar Aðalsteins Arnarsonar sem varamanns í bæjarstjórn á vegum F-lista, ákvað bæjarstjórn að skipa Val Þór Hilmarsson sem varamann í bæjarstjórn á vegum F-lista og kjörbréf gefið út honum til handa. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 454. fundi bæjarráðs með 7 atkvæðum.

27.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016

Málsnúmer 1607001FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Guðný Helga Kristjánsdóttir sendir inn beiðni um að partur af gangstétt við Túngötu verði löguð og að fyllt verði upp í rennu milli götu og gangstéttar.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og beinir því til tæknideildar að endurnýja gangstéttina ef að það rýmist innan fjárheimilda 2016 að öðrum kosti vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Lagðir fram aðaluppdrættir ásamt byggingarleyfisumsókn fyrir Háveg 2b, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar 454. fundur bæjarráðs samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum umsókn um byggingarleyfi að Hávegi 2b.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Tillaga að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við nýtt deiliskipulag miðbæjarins á Siglufirði.

    Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur tæknideild að auglýsa hana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Erindi frá Fanney Hauksdóttur arkitekts f.h. Fiskmarkaðs Siglufjarðar.
    Óskað er eftir samþykki á tillögu að byggingarreit fyrir stækkun húsnæðis Fiskmarkaðar Siglufjarðar á Hafnarbryggju, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreislu þessa máls.
    454. fundur bæjarráðs samþykkir með tveimur atkvæðum erindi Fiskmarkaðar Siglufjarðar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á byggingarreit.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Samkvæmt bréfi frá Brynju Baldursdóttur dagsett 20. ágúst 2015 varðandi sjónmengun vegna vinnupalla við Grundargötu 3 var þar talað um að þeir yrðu teknir niður á árinu 2016.

    Umræða var um ástand húsa í Fjallabyggð. Nefndin felur tæknideild að senda út áminningarbréf til húseigenda þar sem aðkallandi viðhalds er þörf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Sigurbjörg Ingvadóttir sækir um leyfi til niðurrifs á frístundahúsi, fasteignanr. 223-7330 á lóð 179620 í landi Syðri-Gunnólfsár í Ólafsfirði.

    Nenfndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Bæjarráð samþykkti á 452. fundi að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leita lausnar á málinu með lóðarhafa.

    Nefndin leggur til að viðbyggingin verði 17,8m í stað 21,8m og felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna hlutaðeigandi aðilum.
    Bókun fundar 454. fundur bæjarráðs samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að grenndarkynna tillögu að stækkun húsnæðis við Gránugötu 13b.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Skipulags- og umhverfisnefnd dregur til baka bókun sína frá 199. fundi nefndarinnar varðandi umferðarrétt um lóðina Tjarnargötu 16. Í ljósi nýrra upplýsinga um hefðarrétt á umferð um vegslóða austan Tjarnargötu 16. Þetta gildir einnig fyrir Tjarnargötu 18 og 20.
    Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að leita samninga við lóðarhafa Tjarnargötu 18 og 20 um skerðingu á lóðum þeirra vegna umferðarréttarins. Varðandi Tjarnargötu 16 er lögmaður Fjallabyggðar með það mál í vinnslu á sömu forsendum og fyrir aðra lóðarhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Umræða um ástand húsa í Fjallabyggð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim seinagangi sem verið hefur á lagfæringum á fasteigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði og krefst þess að lögfræðingur Fjallabyggðar gangi hart eftir að innheimta þær dagsektir sem áfallnar eru og fylgi því eftir með fjárnámi og nauðungaruppboði fáist þær ekki innheimtar.
    Að mati nefndarinnar er með öllu ólíðandi að fasteignaeigendur komist upp með þá háttsemi sem viðhöfð hefur verið við þessa fasteign.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Umræða um ástand húsa í Fjallabyggð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim seinagangi sem verið hefur á lagfæringum á fasteigninni við Hverfisgötu 17 Siglufirði og krefst þess að lögfræðingur Fjallabyggðar gangi hart eftir að innheimta þær dagsektir sem áfallnar eru og fylgi því eftir með fjárnámi og nauðungaruppboði fáist þær ekki innheimtar.
    Að mati nefndarinnar er með öllu ólíðandi að fasteignaeigendur komist upp með þá háttsemi sem viðhöfð hefur verið við þessa fasteign.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Auglýsing frá Minjastofnun varðandi styrki úr húsfriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð.

    Erindi lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Bréf frá Skipulagsstofnun, það sem vakin er athygli á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og fyrirhugaðri kynningu hennar.

    Erindi lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Rekstraryfirlit maí 2016 til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.