Bæjarráð Fjallabyggðar

391. fundur 05. maí 2015 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Endurnýjun Lækjargötu

Málsnúmer 1505009Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í endurnýjun Lækjargötu Siglufirði og fráveitu Snorragötu Siglufirði, í Ráðhúsi Fjallabyggðar, mánudaginn 4. maí.
Eitt tilboð barst, frá Bás ehf. að upphæð kr. 40.421.952,-.
Kostnaðaráætlun: 47.697.500,-.

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að samið verði við Bás ehf.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Bás ehf.

2.Kauptilboð - Bylgjubyggð 57 Ólafsfirði

Málsnúmer 1505012Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 57, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.

Fundi slitið.