Bæjarráð Fjallabyggðar

370. fundur 03. desember 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Útgjaldajöfnunarframlag vegna snjómoksturs í þéttbýli

Málsnúmer 1411035Vakta málsnúmer

Innanríkisráðuneytið sendir bréf dags. 13. nóvember 2014. Óskað er eftir upplýsingum um snjómokstur í þéttbýli á snjóþungum svæðum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.

2.Styrkumsókn - Jólaaðstoð

Málsnúmer 1411041Vakta málsnúmer

Samstarf Mæðrastyrksnefnda á Akureyri, Hjálparsstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð er að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár og óska eftir styrk hjá Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að hafna ósk um styrk.

3.Varðar málefni eldri borgara

Málsnúmer 1411058Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara á Siglufirði dags. 19. nóvember 2014. Þar er m.a. vakin athygli á því að kostnaður við upphitun húsa er mun hærri á Siglufirði en í Ólafsfirði og að munur er á fasteignamati milli byggðakjarna.

Bæjarráð þakkar fram komnar ábendingar og vill koma á framfæri að Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður eru að vinna að tillögum um breytingu á álagningu fasteignagjalda til að jafna álögur á íbúa.
Íbúar byggðakjarna kaupa vatn til húshitunar af sitthvoru fyrirtækinu á sitthvorri gjaldskránni.

4.Uppsögn á þjónustusamningi um þjónustu við atvinnuleitendur og ósk um viðtalsaðstöðu

Málsnúmer 1411064Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning og bréf frá 21.11.2014 um að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23. september 2012 en óskar eftir viðtalsaðstöðu án endurgjalds.

Bæjarráð óskar eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi þess að atvinnuleitendur þurfa á þjónustu og aðstoð að halda.

5.Málefni Hornbrekku

Málsnúmer 1211041Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sótti fund um málefni hjúkrunarheimila miðvikudaginn 26. nóvember í Reykjavík.
Lögð fram fundargerð þar sem til umfjöllunar voru m.a.
1. Endurskoðun daggjalda og gerð þjónustusamninga.
2. Gagnaöflun og upplýsingagjöf um málefni hjúkrunarheimila.
3. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
4. Samningur um leiguleið.
5. Samantekt um niðurstöður fundarins.
Áhersla er lögð á að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sér varðandi endurskoðun daggjalda og gerð þjónustusamninga. Farið verði fram á formlega kostnaðargreiningu á lágmarkskröfum ríkisins og húsnæðiskostnaði komið inn í fjármögnunarmódel skv. daggjöldum þar sem það á við. Fundarmenn myndi bakhóp fyrir sambandið og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í viðræðum þessara aðila við ráðuneytin.
Varðandi gagnaöflun og upplýsingamiðlun mun sambandið ræða við Ríkisendurskoðun um að fá aðgang að gagnagrunni embættisins. Bakhópurinn verður upplýstur um framvindu málsins.
Sambandið mun þrýsta á tilnefningar í nefnd sem fari yfir uppgjör lífeyrisskuldbindinga á grundvelli þess fordæmis sem komið er í samkomulagi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og fjármálaráðuneytis.
Bakhópurinn mun vakta hvernig grunnforsendur í samningum um leiguleiðina þróast með það fyrir augum að öll hlutaðeigandi sveitarfélög njóti þess ef viðmið þróast á hagstæðan hátt.

6.Sala á jörðinni Hreppsendaá-Ólafsfirði

Málsnúmer 1411067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 25. nóvember 2014, frá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem kynnt eru aðilaskipti að jörðinni Hreppsendaá Ólafsfirði.
Um er að ræða kaup Guðjóns Þórðarsonar á jörðinni úr dánarbúi í opinberum skiptum.

Málinu frestað.

7.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Málsnúmer 1411039Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram til kynningar.

8.Til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (afnám lágmarksútsvars).

Málsnúmer 1411040Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram til kynningar.

9.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og ísafjarðarflugvöll

Málsnúmer 1411051Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram til kynningar.

10.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál

Málsnúmer 1411061Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram til kynningar.

11.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1401112Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.

Fundi slitið.