Bæjarráð Fjallabyggðar

335. fundur 21. mars 2014 kl. 16:00 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Helgi Marteinsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Ferðatröll. Beiðni um samstarf við að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer

Tekið til afgreiðslu erindi sem frestað var á 334. fundi bæjarráðs.

Lagt fram uppfært erindi frá Ferðatröllum, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga, dagsett 12. febrúar 2014.

Heimasíðugerð, www.visittrollaskagi.is

Í framhaldi af erindi frá 18. desember s.l. hafa fulltrúar Ferðatrölla, Freyr Antonsson, Kolbrún Reynisdóttir og Kristján Hjartarson, ásamt Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar og Kristni Reimarssyni, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar skoðað betur hvað felst í landshlutavef frá Stefnu og hvaða kostnaður er við uppsetningu og rekstur.

Í kjölfarið fékkst nákvæmara verðtilboð frá Stefnu sem miðast við landshlutavef sem inniheldur "visit einingu" og er einnig skalanlegur fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur.

Í framhaldi af þeirri skoðun er lagt til að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð skipti á milli sín kostnaði við kaup á kerfinu og rekstri þess, en Ferðatröll taki að sér verkefnisstjórn og beri kostnað af því, en kostnaður við verkefnisstjórn er áætlaður á bilinu 300.000 til 500.000 kr.
Áætlaður hlutur á hvort sveitarfélag yrði þá um 594.000 kr.
Samkvæmt tilboðinu er mánaðargjald 14.900 kr., þessar tölur eru án vsk.

Bæjarráð samþykkir samhljóða stofn- og rekstrarstyrk í verkefnið samtals 860 þúsund og vísar upphæð til gerðar viðauka við fjárhagsáætlunar 2014.

2.Varðar húsnæðismál eldri borgara

Málsnúmer 1402084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Landssambands eldri borgara um húsnæðisstefnu.  
Ályktunin var til umfjöllunar á stjórnarfundi Félags eldri borgara á Siglufirði 19. febrúar s.l. og formanni falið að kynna bæjarráði.
Um leið er bæjarráði þakkaður stuðningur við starfsemi félagsins og óskað góðrar samvinnu við sveitarfélagið í framtíðinni að málefnum eldri borgara.

3.Styrkumsóknir 2014 - Fasteignaskattur

Málsnúmer 1309011Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit fyrir umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2014.
Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 2.000.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 1.965.526 verði samþykktir í samræmi við framlagt yfirlit.

4.Óskir um breytingu á álagningu fasteignagjalda 2014

Málsnúmer 1403032Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

5.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Starfsreglur fyrir Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, teknar til umfjöllunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að starfsreglurnar séu samþykktar.

6.Fyrirspurn Kærunefndar jafnréttismála m.a. vegna niðurlagningar á starfi fræðslu- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1403022Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

7.Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1403045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett 28. febrúar 2014 um aðalfund.
Fundurinn verður haldinn 27. mars 2014, kl. 14:00 á Grand hóteli Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagins á fundinum.
Jafnframt var lagt fram bréf frá sjóðnum, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

8.Fólksflutningar á fjöll

Málsnúmer 1402051Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd tók fyrir á 6. fundi sínum 17. mars 2014 erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, þar sem óskað er leyfis Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða. Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.

Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll. Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði. Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það.
Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt erindið.
Lagt er til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð tekur undir bókun markaðs- og menningarnefndar og leggur áherslu á að fullt samráð verði haft við landeigendur og tæknideild er varðar slóðagerð á fyrirhuguðum svæðum og að framkvæmdir stangist ekki á við aðal- eða deiliskipulag Fjallabyggðar.

9.Endurskoðun hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1403012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningarbréf dagsett 25. febrúar 2014, þar sem lýsing er á endurskoðunarþjónustu KPMG og skilgreining á ábyrgð KPMG annars vegar og stjórnenda sveitarfélagsins hins vegar. Um er að ræða uppfært bréf með hliðsjón af breyttum lögum, reglum og/eða stöðlum er varða endurskoðun sveitarfélaga frá því að síðasta bréf um endurskoðun var undirritað.
Bæjarráð vísar kynningarbréfinu til bæjarstjórnarfundar.

10.Fundargerðir - Þjónustumiðstöð 2014

Málsnúmer 1401032Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 28. febrúar 2014, lögð fram til kynningar.

11.Rekstraryfirlit desember 2013

Málsnúmer 1403019Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit desember lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 813. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014.

Fundi slitið - kl. 16:30.