Bæjarráð Fjallabyggðar

322. fundur 12. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Styrkumsóknir 2014 - Frístundamál

Málsnúmer 1309010Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá 4. fundi fræðslu- og frístundanefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um frístundastyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.

Einnig minnisblað frá bæjarstjóra með samantekt á styrkjum í áætlun fyrir 2014.
Um afgreiðslu vísast til dagskrárliðar um fjárhagsáætlun 2014-2017.

2.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur sem lagt er til að komi til umræðu við fjárhagsáætlunargerð.
Eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2014 voru samþykktar samhljóða.


Í menningarmálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Berjadaga verði 600 þús.
Styrkur til Þjóðlagahátíðar verði 1 milljón.

Í frístundamálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Hestamannafélagsins Glæsis verði 500 þús.
Styrkur til Hestamannafélagsins Gnýfara verði 500 þús.
Styrkir til hestamannafélaganna eru rekstrarstyrkir sambærilegir við rekstrarstyrki til annarra félaga.

Styrkur til Golfklúbbs Ólafsfjarðar verði 1,6 milljón.
Styrkur til Golfklúbbs Siglufjarðar verði 1,6 milljón.
Styrkur til KF vegna æfingaferða í Bogann 370 þús.
Styrkur til Kjarna stuðningsfélags 65 þús.
Styrkur til Skíðafélags Ólafsfjarðar vegna unglingameistaramóts 400 þúsund.

Í umhverfismálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Skógræktarfélags Siglufjarðar verði 250 þús. í tengslum við samstarfssamning 2014.

Varðandi ábendingu Alberts Gunnlaugssonar um framlög til framboða við næstu sveitarstjórnarkosningar, samþykkir bæjarráð óbreytt fyrirkomulag á styrkjum til framboða.

Varðandi framkvæmdir var samþykkt að heildarupphæð til framkvæmda hækki úr 245 milljónum í 285 milljónir á árinu 2014.
Eignasjóður 235 milljónir.

Hafnarsjóður 25 milljónir.

Veitustofnun 25 milljónir.


Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Ólafsvegur 28, Ólafsfirði íbúð 103 - Kauptilboð

Málsnúmer 1311024Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Jóhanni Sveinssyni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði verði tekið.

4.Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Málsnúmer 1311017Vakta málsnúmer

Í erindi frá Samgöngustofu eru landsmenn hvattir til að nota alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa sem verður haldinn 17. nóvember n.k. til að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og þeim sem hafa slasast, en jafnframt íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni.
Klukkan 11:15 verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.

5.Samráðsfundir með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar mögulegt samstarf við Dalvíkurbyggð á sviði skólamála, sér í lagi tónskóla.

Bæjarráð minnir á fyrri bókun frá 5. nóvember s.l. þar sem fram kom áhersla á að slíkt samstarf verði til eins árs og að því loknu
verði málið tekið aftur til skoðunar í takt við reynsluna.

Fundi slitið - kl. 18:00.