Bæjarráð Fjallabyggðar

196. fundur 20. desember 2010 kl. 08:15 - 10:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Fyrirspurn til bæjarstjórnar um kaup á lóðinni Hávegi 43 Siglufirði

Málsnúmer 1010047Vakta málsnúmer

Tekið til afgreiðslu erindi er var frestað á 187. fundi bæjarráðs. Lóðarhafar að Hávegi 43, Siglufirði vilja kanna hvort sveitarfélagið sé tilbúið til kaupa á lóðarréttindum Hávegar 43 Siglufirði, þar sem varnargarður er nálægt umræddri lóð.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til kaupa á umræddum lóðarréttindum.

2.Staða Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði

Málsnúmer 1012079Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti fund sem hann átti með fulltrúum Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar um stöðu safnsins og lagðar fram upplýsingar um sögu, rekstur og framtíðarstefnu.
Í ljósi þess að á árinu 2011 eru 150 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar, samþykkir bæjarráð óbreytt framlag frá fyrra ári að upphæð 1 milljón á fjárhagsáætlun 2011.

3.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

Farið yfir breytingar við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir að fela frístunda- og fræðslunefnd að útfæra og skipuleggja upptöku frístundakorts hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir óbreytt rekstrarframlag til golfklúbbanna vegna 2011.
Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna nefnd til að koma með tillögur um framtíðarfyrirkomulag rekstrar og uppbyggingar golfvalla í sveitarfélaginu. Nefndina skipa Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ólafur H. Marteinsson og Bjarkey Gunnarsdóttir. Boðað verði til fundar með forsvarsmönnum golfklúbbanna strax í janúar.

Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum að gjaldfrjáls leikskóli fyrir fimm ára börn miðist við sex tíma á dag.  Helga Helgadóttir sat hjá.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum að fjárhagsáætlun 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn 22. janúar.

4.Þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 1012064Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að 3ja ára áætlun 2012-2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gert er ráð fyrir síðari umræðu 12. janúar 2011.

5.Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011

Málsnúmer 1012059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætluð úthlutun framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011.  Í hlut sveitarfélagsins er áætlað að komi 10,2 millj.kr.

6.Dýrahræ og sláturúrgangur - Fundur með fulltrúum sveitarfélaga við Eyjafjörð 13.12.2010

Málsnúmer 1012070Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi með fulltrúum sveitarfélaga við Eyjafjörð um förgun dýra- og sláturúrgangs.

7.Velferð barna og fjölskyldna - bréf frá BSRB

Málsnúmer 1012076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áskorun Bandalags starfsmanna ríkis og bæja til sveitarstjórnafulltrúa um að verja velferð barna og fjölskyldna við gerð fjárhagsáætlunar.

8.Fundargerð 131. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1012057Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð 782. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. desember 2010

Málsnúmer 1012072Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.