Bæjarráð Fjallabyggðar

814. fundur 08. desember 2023 kl. 08:15 - 08:51 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Seinni umræða

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Lagt er fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna.

Helstu niðurstöður;
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 5.666.000. Árið 2025 er hún jákvæð um kr. 55.393.000, árið 2026 um kr. 70.028.0000 og árið 2027 kr. 93.177.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um kr. 19.609.000 árið 2024.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 349.050.000 og árin 2025-2027 kr. 1.155.000.000. Áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2024-2027 eru kr. 1.504.050.000.
Áætlað er að allar framkvæmdir verði fjármagnaðar með veltufé frá rekstri. Því er ekki gert ráð fyrir lántöku á tímabilinu.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna A- og B- hluta árið 2024 er áætlað kr. 414.842.000 og handbært fé frá rekstri kr. 359.312.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 eins og það liggur fyrir og vísar því til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hvað varðar fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins þá beinir bæjarráð til bæjarstjórnar að lögð verði áhersla á forvinnu stærri verkefna næstu ára og tryggja þannig að undirbúningur verði vandaður. Áhersla næsta árs ætti því að vera á smærri verkefni og verkefni sem eru tilbúin til útboðs.

2.Störf undanþegin verkfallsheimild 2024

Málsnúmer 2312006Vakta málsnúmer

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta í B-deild Stjórnartíðinda skrár yfir störf sem heimild til verkfalls samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nær ekki til, sbr. 1. gr. Ný skrá tekur gildi 15. febrúar næst eftir birtingu. Sé ný skrá ekki birt samkvæmt framangreindu framlengist síðast gildandi skrá um eitt ár.
Lögð er fram tillaga að skrá Fjallabyggðar yfir starfsheiti starfsfólks sem undanskilið er verkfallsheimild samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 eins og þeim hefur verið breytt með lögum nr. 70/1996 og laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við skrá um starfsmenn sveitarfélagsins sem undanþegnir eru verkfallsheimild. Tillögunni vísað til bæjarstjórnar.

3.Afskrift á bókfærðu virði hlutafjáreignar í félögum

Málsnúmer 2312007Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýlsu- og fjármáladeildar að afskriftum á bókfærðu virði hlutafjáreignar í félögum. Félögin eru annað hvort afskráð, gjaldþrota eða ekki starfandi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um afskriftir á bókfærðu virði hlutafjáreignar í félögum sem eru hætt starfsemi, afskráð eða orðin gjaldþrota.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til nóvember 2023 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 126.153.944,- eða 99,82% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 35 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda frá janúar til nóvember 2023 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 101,61% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Stöðugildi á vegum Fjallabyggðar eru 186 og hefur fjölgað um 6 frá 31.12.2022. Starfsmenn eru 251 og hefur fækkað um 7 frá áramótum.

6.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Matvælaráðuneytisins þar sem Fjallabyggð er tilkynnt hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags innan sveitarfélagsins við úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn drög að reglum um byggðakvóta fyrir Fjallabyggð þar sem haft verði að leiðarljósi hámarksnýting byggðakvótans. Bæjarráð telur mikilvægt að óska eftir auknum sveigjanleika vegna vinnsluskyldu fyrir Fjallabyggð vegna þeirra aðstæðna sem eru fyrir hendi í sveitarfélaginu.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2307036Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

8.Fyrirhugaðar framkvæmdir á Norð-Austurlandi

Málsnúmer 2311066Vakta málsnúmer

Lagt er fram dreifibréf frá Ljósleiðaranum ehf. um fyrirhugaðar framkvæmdir á Norð-austurlandi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:51.